Fiskur í ofni með avacado, eplum, gulrótum og hvítkáli
Fyrir 2
Fiskurinn
650 gr Fiskur
2 msk Hvítlauksolía
Dass sítrónupipar
Salt eftir smekk
Smá rifinn ferskur engifer
Hitið ofninn á 160 gráður
Setjið fiskinn í eldfastmót
Hellið olíunni, sítrónupiparnum og saltinu á fiskinn og nuddið hann upp úr
Rífið engifer yfir fiskinn og setjið inn í ofn
Ef bitnarnir eru svipaðir og okkar þá eru þetta sirka 13 mínotur.
Avacado salatið
2 avacado
1 tsk sítrónu safi
1 tsk hvítlauksolía
1 msk ólífuolía
4 miðlungs gulrætur
1/2 epli
hvítkál í sama magni og eplið
Stappið avacadoið saman við olíurnar og sítrónu safann
Rífið gulræturnar og eplið
Saxið hvítkálið
Blandið svo öllu saman.
Borið fram með fersku grænmeti, hrísgrjónum, kartöflum eða bara því sem hugurinn girnist.