Að láta sér líða vel á markvissan hátt
Þegar ég fékk þennan "stimpil" öryrki þá lofaði ég mér að hafa eitthvað fyrir stafni, finna tilgang, vakna á morgnana og klæða mig.
Ég keypti mér í Júní frábæra dagbók sem heitir Passion Planner og skal ég skrifa heila færslu um þá bók strax í næstu viku. Ég notaði hana mikið þegar ég var að læra á þetta nýja líf og líður mér sjaldan jafn vel andlega eins og þegar bókin er útskrifuð af áætlunum næstu daga.
Því þótt að ég sé metin öryrki þá er ég ennþá með tilgang og allar þessar mennsku þrár sem við þekkjum því að lífið hættir ekki, maður þarf bara að finna nýja leið að lifa því.
Eins og ég hef sagt frá þá er ég núna að einbeita mér að því að gera það sem lætur mér líða vel og langar mig að deila með ykkur leiðinni sem ég fór til að koma þessum hlutum upp í rútínu hjá mér.
Eftir þennan lista þá gerði ég nýjann og sömu reglur gilda um hann að fá bara nokkrar mínotur til stefnu (max 5mín)
Þarna hugsaði ég um fyrri listann og skrifaði hvernig ég get látið mér líða vel með þessa hluti í daglegri rútínu.
Mér líður t.d. sjaldan jafn vel eins og eftir að ég fer með bænirnar mínar nema "ég finn aldrei rétta tímann" sem er bull svo ég er að vinna í að koma því í rútínu kvölds og morgna að biðja bænirnar mínar.
Eins að skella mér í fótabað yfir fréttum og liggja á náladínunni minni meðan ég horfi á einn þátt. Þetta þarf ekki alltaf að vera stór mál að láta sér líða vel.
Fyrsta sem ég gerði var að skrifa allt það sem lætur mér líða vel, en ég gaf mér einungis nokkrar mínotur til þess því annars gæti þetta dregist á langinn.
Mér leið vissulega kjánalega fyrst en þarna eru hlutir eins og að hreifa mig, hugleiða, hafa hreint í kringum mig, kveikja á kertum og aðrir frekar einfaldir hlutir.
Um leið og þessir hlutir eru komnir á blað geri ég þá frekar því ég er svo meðvituð í því að láta mér líða vel.
Þegar maður er langveikur þá koma gríðalega mikið af utan að komandi aðstæðum sem setja oft strik í reikninginn.
Því gerði ég lista sem er persónulegur og þessvegna er bara mynd af einu atriði. Um hvað ég hugsa við sjálfa mig þegar utan að komandi aðstæður breita plönunum mínum eða valda mér hugarangri.
Þetta er því listi sem stækkar og breytist eftir andlegu ástandi mínu.
Þá er það að koma því sem lætur manni líða vel í smá skömtum inn í rútínuna. Þá er voðalega gott að eiga góða dagbók og setja þar inn hvar og hvenær maður ætlar að gera þessa hluti.
Ég er aðalega að huga að því andlega þessa stundina en hreifingu í smá skömtum (samanber að ég komst í fyrsta göngutúrinn eftir beinbrot í dag, 10 mínotur en dýrmætar 10 mínotur)
Fyrst skrifaði ég niður hvað ég þarf að gera í þessari viku, bæði eitthvað sem er búið að ákveða dagsetningu og tíma en einnig það sem þarf að klára að gera og má vera gert hvenær sem er. Síðan hvað ég ætla að gera sem lætur mér líða vel og hversu oft í vikunni.
Síðan er að púsla þessu öllu saman. Hvenær ætla ég að lesa, hvenær ætla ég að hugleiða, kvíla mig og labba....
Trúðu mér.. mér fannst kjánalegt að skrifa ALLT niður en þegar við erum í skóla og vinnu þá er plan og áætlun á hlutunum... það sama er ef þú ert heima hjá þér. Þetta er partur af þessu.
ALLT þetta verkefni tók mig um klukkustund, skrifa niður og plana. Fyrir mig virkar að hafa marga liti það lífgar upp á bókina og þá stend ég frekar við þetta. Hvort sem þú ert í vinnu, skóla eða heima þá getum við öll komið því í rútínu að láta okkur líða vel... kertaljós um leið og við komum heim eða hvað sem það er þá eigum við öll það besta skilið í þessu eina lífi okkar.