En þú lítur svo vel út...
Að líta í spegil síðustu vikur hefur verið hræðilegt, bara það eitt að fara í sturtu hefur verið erfitt svo mér finnst allir sjá hvað ég er hræðilega slöpp.
Síðasta mánudag fékk ég nóg og ákvað að fríska aðeins upp á mig til að mér liði betur þegar ég kíki í spegil.
Afhverju er þetta svona viðkvæmt mál?
Ég upplifi alls ekki að samfélagið segi mér að líta svona eða hinsegin út, en eftir að hafa verið veik svona lengi þá finnst mér sjást á mér þegar ég er að eiga erfiðan tíma heilsufarslega.
Ég ræddi þetta við vinkonu mína sem hefur gengið í gegnum það sama og ég.
Við spjallið okkar kom svo góður punktur sem lætur mér líða eins og ég sé að ljóstra upp rosalegu leyndamáli en þetta er dagsatt.
Þegar mér líður hvað verst heilsufarslega þá vanda ég mig við að líta sem best út útlitsslega!
Ég vinn að því að fela verkina og veikindin, þessvegna þegar þú hittir mig til dæmis þessa dagana og hendir á mig
“já en þú lítur svo vel út” þá veistu núna leyndamálið !
Hérna er rútína sem ég hendi stundum í bara aðeins til að líða betur í eigin skynni.
Síðan nýti ég tímann á meðan þetta vinnur við að taka til heima eða brjóta saman þvott
Þá næst fer ég í sturtu, skrúbba mig með kaffiskrúbb og þvæ á mér hárið
MUNDU AÐ ÞURKA ALLT BRÚNKUKREM ÚR AUGABRÚNUM EFTIR AÐ ÞÚ BERÐ ÞAÐ Á ÞIG
Ég er síðan með kremið á mér í 2 tíma sirka og 20 mín áður en ég þríf kremið af set ég lit í augabrúnirnar á mér. Skelli mér í sturtu og þríf allt af. Enda sturtuna á að bera á mig nærandi olíu.
Fyrir
24 tímum seinna
72 tímum seinna