Rúmspreyjið mitt

Ég viðra sængina mína mjög oft, en vissulega bý ég á Íslandi og það ekki alltaf hægt þessvegna er gott að eiga svona sprey til að spreyja yfir rúmið.
Ég spreyja yfir það þegar ég bý um og þegar ég fer upp í á kvöldin og stundum oftar því ég elska bara ferskt rúm. En ég spreyja þessu líka oft yfir mottur eða sófann - nota þetta þar sem mig langar að fá góðan ilm.

Ég nota olíur frá Doterra, en það má nota hvaða ilmkjarnaolíur sem er EN vandaðu gæðin við viljum vita að þær séu alveg hreinar án óþarfa efna.

Þegar þú notar ilmkjarnaolíur er best að blanda þær í gler en ekki plast.
Ég keypti þessar dásamlega fallegu flöskur frá Ilmkjarnavörum
Þessi ilmur er líka skemmtileg tækifærisgjöf í fallegri flösku fyrir einhvern sem er þér kær.


Þessi blanda er í 240ml flösku

2-3 pumpur Handspritt (ekki gel)
240 ml Vatn
5 dropar Lavender
- Róandi
- Lyktareyðandi

2 dropar Lemongrass
- Frískandi
3 dropar Eucalyptus
- Róar hugan
- Hjálpar til við andadrátt

2 dropar Melaleuca
- Sótthreinsandi

Öllu blandað saman og hrisst fyrir notkun.
Hugmyndin þarna er að nota olíur sem eru róandi og frískandi því eru þessar olíur ekki heilagar.
Sprittið gufar upp, það er aðalega til að hjálpa olíunum og vatninu að blandast og halda ferskleikanum.


Karen Ösp Friðriksdóttir