Heimilisilmurinn minn
Ég elska að þrífa og finna þessa þrifa lykt.
Mér finnst gott að notast við ilmkjarnaolíur til hversdags þrifa til að vera ekki með eiturefni í umhverfinu alla daga.
Ég nota þennan ilm til að þurrka af bekkjum og borðum inni í eldhúsi, úða yfir mottuna inni í forstofu og bara allsstaðar sem mér finnst vanta að eyða vondri lykt eða til að fríska aðeins við.
Ég nota olíur frá Doterra, en það má nota hvaða ilmkjarnaolíur sem er EN vandaðu gæðin við viljum vita að þær séu alveg hreinar án óþarfa efna.
Þegar þú notar ilmkjarnaolíur er best að blanda þær í gler en ekki plast.
Ég keypti þessar dásamlega fallegu flöskur frá Ilmkjarnavörum
Þessi ilmur er líka skemmtileg tækifærisgjöf í fallegri flösku, við gáfum þennan með jólagjöfunum frá okkur í fyrra.
Þessi blanda er í 240ml flösku
2-3 pumpur handspritt (ekki gel)
240 ml vatn
5 dropar On Guard
- Hreinsar yfirborð
- Verndar gegn umhverfisáhrifum
2 dropar Lemongrass
- Frískandi
3 dropar Melaleuca (tea tree)
- Sótthreinsandi
2 dropar Wild Orange
- Öflugur hreinsir
- Upplífgandi
Öllu blandað saman og hrisst fyrir notkun.
Hugmyndin þarna er að nota olíur sem eru sótthreinsandi og frískandi því eru þessar olíur ekki heilagar.
Sprittið gufar upp, það er aðalega til að hjálpa olíunum og vatninu að blandast og halda ferskleikanum.