Er Örorka endastöð?

Svarið við spurningunni er NEI, þetta er upphafið á lífinu vinur góður.

  • Kannastu við samviskubitið að komast ekki í vinnu fyrir verkjum?

  • Geta ekki hugsað um heimilið því þú fórst í vinnuna og komst uppgefin heim?

  • Geta ekki hugsað um börnin því orkan er búin?

  • Átt ekki lengur áhugamál því þú gast ekki sinnt þeim útaf vinnunni?

  • Hreyfir þig lítið því þú ert alltaf þreytt?

  • Vinir þínir... hvenær hittirðu þá seinast ?

  • Sálin er illa haldin því þér finnst þú bara bregðast öðrum ?

Þú horfir á fólkið sem vinnur stundar hreyfingu á hreint heimili og fer með börnin út á róló og jafnvel er líka í námi en þú getur ekki sinnt neinu af þessu vel...

Ef ég segi við þig það er til lausn... kyngdu stoltinu og farðu í örorkumat.

Að vera öryrki þegar þú þarft á því að halda þýðir ekki að þú sért búinn að vera og liggur bara heima í náttfötum.

Að vera öryrki þýðir að þú ert að setja þig í fyrsta sætið.
Núna geturu hreyft þig, sinnt heimilinu og hitt vini þína.
Samviskubitið hverfur fljótt því allt í einu ertu að geta sinnt því sem skiptir máli 100 % ekki bara að slökkva elda.

Því segi ég ef þú ert orðin öryrki til hamingju þú hefur eignast líf

Kærleikskveðja
Karen Ösp

Karen Ösp Friðriksdóttir