Afhverju eruð þið að fara heim?
Ég hef verið veik í 12 ár núna og er 24 ára svo hálfa ævina mína hef ég verið lasin.
Í dag þekki ég ekkert annað og finnst þetta yfirleitt lítið mál, ég hef lært að ef hausinn er rétt skrúfaður á þá kemst maður ansi langt.
Erfiðast finnst mér samt veislur og samkvæmi með mikið af fólki.
Spurningin hvað ertu að gera stingur alltaf, hvernig útskýriru að þú sért 24 ára öryrki með risa stóra drauma?
Því fólk fer ósjálfrátt að vorkenna þér, en ég vil það alls ekki.
Fyrir mér er þetta ekki endastöð heldur smá hraðahindrun.
En elskulega amma mín kvaddi okkur fyrir stuttu og held ég að hún hafi gefið mér styrk að vera stolt af því að ég sé samt svo heil. Í erfidrykkjunni sagði ég með stolti hvað ég væri að gera enda hef ég nóg að gera.
Eftir að hún kvaddi fannst bréf með bæn og ljóði til mín frá henni það var besta gjöf sem ég gat fengið og þá vissi ég hvað hún var stolt af mér og það gefur mér endalausan styrk.
Ég mætti því til veislu svo stolt af því hvað ég væri að gera, jú í fullri vinnu að vinna í mér. Mér fannst ég geta sigrað heiminn. En í partýi stuttu seinna rekum við inn nefið og elskulegi maðurinn minn þekkir mig svo vel að hann ákvað fljótlega að okkar tími væri komin að fara heim því hann sá ástandið á mér. En þegar við förum erum við spurð afhverju við séum að fara heim af manneskju sem talaði ekkert við mig alla veisluna.
Hún spyr eigið þið börn, já við eigum strák sem er ekki hjá okkur núna algjör guðs gjöf því barneignir eru flóknar hjá okkur.
Og þá kom afhverju eruð þið þá að fara heim. Ég svara að það komi henni ekki við, afhverju erum við alltaf að skipta okkur af?
Ég er orðin svo þreytt á þessuspurningum sem ég þarf alltaf að svara..
Afhverju drekkur ekki?
Því ég er á lyfjum sem eru alveg nógu slæmt fyrir lifrina og mér líður illa af áfengi.
Hefuru aldrei orðið fulll?
Nei því ég er búin að vera veik síðan ég var 12 ára og byrja á sterkum lyfjum 20 ára.
Hvenær ætlið þið að koma með barn?
Við vitum það ekki.. það er ákvörðun sem við tökum með læknunum mínum ef ég get gengið með það sjálf. En við eigum 3 ára strák með frábæri barnsmóður svo lífið er fullkomið svo ekki sé minnst á yndislega Nemó okkar
Afhverju eruð þið að fara strax heim?
Afþví ég er að leka niður ef ég fer yfir strikið þá sef ég ekki fyrir verkjum og get lent upp á sjúkrahúsi vegna ofkeyrslu.
Liður þér betur að fá svör við þessum spurningum?
Oft er þetta fólk sem ég þekki ekkert, ég á mann sem passar mig meira en allt og vill koma með mér heim til að hjálpa mér.
Þetta er afskiptasemi og svona spurningar láta mig taka stórt skref aftur á bak.
Við skulum hætta að vera með nefið ofan í málun annara.
Hættum að spurja spurninga þegar svarið kemur okkur ekki við eða veldur okkur óþægindum.
Þökkum stundina og berum virðingu fyrir hvoru öðru.
Við vitum aldei hvað næsta manneskja er að fást við.
Kærleikskveðja
Karen Ösp