Sítrónu þorskur með cous cous salati
Sítrónu Þorskur
800 gr þorskur
4msk kókoshveiti
2 msk sítrónupipar
1/2 tsk tumerik
1 tsk pizzakrydd frá kryddhúsinu
1 stk sítróna
Kókosolíusprey
Herbamare
Skerið fiskinn niður í steikur, blandið saman hveitinu og kryddinu.
Kryddið fiskinn með Herbamare og spreyjið með kókosspreyji.
Veltið honum upp úr hveitinu og setjið á pönnuna
Raðið fisknum á fun heita pönnu
Steikið í ca 5 mín á hvorri hlið
Endið á að kreysta heila sítrónu yfir fiskinn á pönnunni
Cous Cous salat
250 gr spice sensation cous cous
400 ml sjóðandi vatn
1 lúka rucola salat
1/3 papríka
1/2 box kirsuberjatómatar
3 avacado
1/2 sítróna
Ólífuolía
Herbamare
Vigtið cous cous og helið sjóðandi vatni yfir
Skerið grænmetið niður og blandið saman við cous cousið þegar vatnið er gufað upp
Kreystið sítrónu yfir, setjið olíu og herbamare eftir smekk