Blómkáls cous cous

cous cous 1.jpg

1 blómkáls haus
1 rauðlaukur
1/2 hvítlaukur

1dl Valhnetur
2 dl Ólífuolía
1/2 dl Sítrónusafi
Salt eftir smekk

Byrjið á að fínhakka blómkálið í matvinsluvél, ekki troða í vélina og notið hæga stillingu. Eða saxið í höndunum.

cous cous 2.jpg

Safnið blómkálinu í stóra skál, svo auðveldara sé að blanda öllu saman.
Saxið rauðlaukinn, rífið hvítlaukinn og bætið út í skálina með blómkálinu.

Saxið vel valhneturnar og blandið öllu saman.
Setjið ólífuolíu, sítrónusafa og salt og hrærið í.

Berið fram með hverju sem er, okkur finnst gott að hafa þetta með fisk. En þetta geymist vel í lokuðum umbúðum í ískáp í 5-7 daga og hægt að hafa þetta með hverju sem er.

Þetta er bara grunnur sem hægt er síðan að leika sér með á allann hátt.

Karen Ösp Friðriksdóttir