Sellerísafi

Núna er ég að verða búin að drekka sellerísafa í 2 vikur, alla morgna á fastandi maga. Kostirnir sem ég sé strax eru þeir að húðin mín er betri, ég sef betur og líður einhvernvegin betur.
Staðan er allavega þannig að ég þori ekki að hætta að drekka hann alveg strax.

Ég er að drekka í kringum 400ml alla morgna, fyrsta sem kemur inn fyrir mínar varir er þessi safi.

Úr sirka 700 gr af sellerí fæ ég 650 ml af tærum safa.

Hvað ef ég á ekki safapressu?

Þá maukar þú sellerí í blandaranum þínum og kreystir svo í gegnum fjölnota grænmetispoka.

Best er að geyma safan í krukku eða góðri flösku inni í ísskáp.

HVAÐ GERIR SELLERÍSAFI?

• Bætir meltinguna og hjálpar henni að vinna betur úr fæðunni.

• Lækkar blóðþrýsting

• Hreinsar blóðrásina

• Hefur góð áhrif á húðvandamál, bólur, exem og frunsur svo eitthvað sé nefnt

• Æðastyrkjandi

• Góð áhrif á margskonar gigt

• Er náttúrulegt þvagræsilyf, virkar því vel við bjúg

• Skolar eiturefnum úr líkamanum

• Bólgueyðandi

• Inniheldur A-vítamín, magnesíum og járn

• Góður við blóðleysi

•Minnkar pirring í fótum

Þetta eru nokkur dæmi og mæli ég með að fólk kynni sér kosti selleríssafa áður en það byrjar.

Mér finnst sellerí alls ekki gott, en ég get drukkið þennan safa því bragðið er mikið mildara en að bíta í selleríið sjálft.

Karen Ösp Friðriksdóttir