Meltingadrykkur
Ég er oft á allskonar lyfjum og fæ bjúg, allskonar meltingatruflanir og óhljóð úr maganum.
Í janúar 2018 byrjaði ég að sjóða meltingadrykk og hef mest megnis verið að drekka hann síðan þá, ég finn að mér líður mikið betur með að drekka hann alla morgna og á kvöldin þegar ég man.
Þú þarft:
1 L Vatn
0,5 L Eplaedik (gott helst ósýjað frá Móður)
1 1/2 Msk Hunang
1 Sítróna
5 Stilkar og blöð af feskri Myntu
40 Gr Engifer rót
30 Gr Turmerik rót
Allt sett í pott og hittað upp að suðu.
Kælt niður yfir nótt með lokið á pottinum til að fá sem mest bragð og virkni úr hráefnunum.
Geymt í kæli í góðri flösku, drukkið 50/50 á móti vatni á fastandi maga og eftir kvöldmat.
Eplaedik - inniheldur ensím og góðgerla
Engifer - örvar blóðstreymi, bólgulosandi, góður við flensu og lélegri meltingu
Sítróna - hjálpar til við að losna við óæskileg efni og náttúrulegt rotvarnarefni
Mynta - hjálpar við uppþembu og kviðverki
Túrmerik - gott við bólgum, liðagigt, magavandamálum, allskyns ofnæmi, brjóstsviða og lifravandamálum. Kemur einnig jafnvægi á blóðsykur.