Nýja fyrirkomulagið!
Ég á afmæli í starfi núna í október, 4 ár síðan ég hætti að vinna!
Tíminn líður, það sem ég sé þegar ég horfi til baka er aðeins of langur tími í volæði en svo sé ég þá manneskju sem ég er í dag og finnst ég vera komin með tilgang.
En þegar þetta allt saman gerist fyrir 4 árum fannst mér ég ekki finna neitt jákvætt við að þurfa að hætta að vinna og það sem meira var er að samfélagið hjálpaði ekkert til. Ég leitaði mikið að einhverjum sem hefði gengið í gegnum svipað en fann ekkert nema neikvæðni.
Ég fór því smátt og smátt þessi 4 ár að ákveða að verða sú manneskja sem ég þurfti á að halda og með tímanum opnaði ég þetta blogg og svo snapchatið mitt (karenosp)
Núna hefur þetta blogg verið til í að verða 2 ár og snappið opið í 1 ár.. þeir sem þekkja mig vita að ég er mjög ferhyrnt, þoli ekki óvissu og er yfirleitt með dagbók mér í hönd. Þessvegna hef ég ákveðið að leyfa blogginu og snappchattinu að vera í takt við mig
skipulagt eins og ég þekki mig best!
fyrirkomulagið skýrist með tímanum, en ég og bróðir minn sem hannar flest allt fyrir mig þurftum að finna eitt orð til að tengja við hvern dag. Tengingar eru því mismunandi og vonandi lærum við öll saman á þetta nýja fyrirkomulag.