100 km á 30 dögum

14201b1338294be0327cf3b160d92cd5.jpg

Frá því ég var 12 ára hafa markmið mín alltaf verið með “EF heilsan leyfir” í eftirdragi.

En árið 2016 keypti ég mér dagbók sem heitir Passion Planer og í upphafi er gefið verkefni að gera hugtakakort um hvert þú vilt stefna næsta árið og árin. Þarna er tekið fram að setja sér engin EF.

Ég ákvað frá því tímabili að hætta með þessi ef og setja markmiðin hátt og taka svo mið af aðstæðum ef til þess kemur. Sem sagt ég get allt sem ég ætla mér stundum vinnur heilsan með mér og stundum alls ekki en ég er hætt að ákveða að allt fari í vaskinn þegar ég legg af stað í ferðalagið að markmiðinu.

Árið 2016 fór ég líka á námsskeið hjá Guðna Gunnarssyni, Máttur athyglinnar heitir það. Þar er farið skemmtilega aðferð að setja sér markmið, finna sinn tilgang og njóta ferðarinnar á leiðinni að ná markmiðinu.

Árið 2018 byrjaði brösulega fyrir mig, ég fór í lyfjabreytingar sem eru enn 10 mánuðum seinna í fínpússun og heilsan eftir því. Ég hef því pínu leyft lífinu bara að líða, set mér markmið um að hreyfa mig eins og ég get, hlusta á heilsuna og passa upp á streitu í kringum mig.

Meðan þetta er skrifað sit ég í minni 7 lyfjagjöf þetta árið, ég byrjaði ekki að finna mun fyrr en á þeirri 5 og þá gerðist þetta. Ég fór að geta hreyft mig eins og heilbrigt fólk og nokkurnvegin gera það sem mig langar flest alla daga.

Ég er með marga á snapchat sem veita mér innblástur en ein (mr-thjalfun) er oft með skemmtilegar áskoranir eins og í ágúst að taka 100 armbeygjur á dag, ég lagði ekki í það og var sjálf ekki nógu heilsuhraust framan af svo ég var ekkert að taka þátt en fann að mig langaði að fara að setja mér einhver krefjandi markmið.

Í september sagði hún svo frá því að nokkrir ætluðu að hlaupa eða labba 100km á þessum 30 dögum. Ég greyp símann og reiknaði 3,3km á dag, það yrði nú ekkert mál við erum dugleg að fara út að labba með gaurana okkar og ég fer reglulega á hlaupabretti svo ég hafði ekki miklar áhyggjur.

Ég ákvað að þetta yrði skokk og labb úti og inni á hlaupabretti. Ég miðaði við að fara 3,3km á dag en suma daga gat ég ekkert hreyft mig og aðra var ég í fullu fjöri og gat valla stoppað.

Það er þökk þessum lyfjum sem ég er á að ég gat þetta, ég átti nefnilega frekar góða 30 daga þá bestu allavega árið 2018.

Markmiðið hljómaði svona

Fara 100 km hlaupandi, labbandi, skokkandi inni eða úti í steptember og njóta þess.

Nei það voru engin ef og eina var að hafa þetta skemmtilegt.

Og svoleiðis var þetta, ég fór rúma 100km og naut þess í botn.

41956136_2028921563825080_7256711923675168768_n.jpg

Úr þessu urðu nokkrar ævintýraferðir hjá fjölskyldunni

44166593_391085561429877_1221945713567465472_n.jpg

Við Nemó fengum gæðastundir saman þar sem hann gat hlaupið laus og við hlupum saman.

Á brettinu átti ég stund með manninum mínum ásamt því að hlusta á podcöst og hljóðbækur.

Síðan það að ég elska að vera úti í náttúrunni í öllum veðrum, njóta árstíðanna og allra litanna.

Mér finnst líka alls ekki leiðilegt að finna þolið styrkjast og njóta allra þessa litlu sigra á leiðinni að þeim stóra.

44179941_523196861485319_4497064396542967808_n.jpg

Siðustu kílómetrana kláruðum við fjölskyldan saman, löbbuðum að Kríu sem er listaverk rétt hjá Eyrarbakka, við hjónin höfum oft talað um að labba þanngað því voru þetta fullkomnir síðustu kílómetrarnir, bara ég og strákarnir mínir þrír.

Mig langar svo að segja við þig tvennt

  1. hættu að setja þér markmið með EFum
    lífið gerist alltaf og ef eitthvað kemur uppá taktu því þá ÞEGAR það gerist ekki ákveða það áður en þú leggur af stað

  2. njóttu ferðalagsins
    ekki hamast og hamast til að ná markmiðinu, pína þig og finna endalausa streitu heldur njóttu ferðalagsins að markmiðinu því þá er sigurinn svo miklu sætari

Lífið getur orðið svo skemmtilegt, litríkt og gefandi með markmiðum ef þú prófar þetta

Kærleikskveðja
Karen Ösp

Karen Ösp Friðriksdóttir