Stundataflan mín í Febrúar 2019
Ég er mjög ferhyrnt og þar af leiðandi get ég ekki vaknað á morgnana og haft ekkert fyrir stafni og ekkert plan.
Ég byrjaði því um leið og ég fór í endurhæfingu að reyna að finna einhvern takt og hafa eitthvað fyrir stafni á daginn. Ímyndaðu þér ef þú ert nú þegar í vinnu eða skóla að einn daginn er ekkert, þú vaknar á morgnanna og allir dagar eru eins og að vera í helgafríi… mjög þægilegt fyrstu dagana en svo verður þetta óþægilegt.
Ég hef nóg fyrir stafni og það að halda úti heimasíðu og snapchati (karenosp) hefur vissulega hjálpað mér að hafa nóg fyrir stafni en svo er líka alltaf hægt að finna sér verkefni.
Ég hef horft á þennan tíma á örorku sem tímann sem ég læri á líkamann minn.
Núna 2019 eftir sjúkrahúsdvöl fór ég ennþá markvissara í að búa til stundatöflu fyrir sjálfa mig. Mig langar að deila með ykkur hvaða áherslur eru í minni stundatöflu því dagurinn snýst jú um að læra á sjálfa mig og þessa nýju heilsu mína.
Ég ákvað í Desember 2018 að skipuleggja mig bara fram að næsta læknatíma en 2019 hugsaði ég allt upp á nýtt því við erum alltaf að læra betur og betur á okkur sjálf þessvegna eru plönin mín ekki skrifuð í stein og alltaf að breytast eftir því sem ég læri betur á mig sjálfa.
Núna geri ég því stundatöflu fyrir virka daga einn mánuð í senn og endurskoða svo allt í byrjun næsta mánaðar.
Það sem mér finnst ég verða að gera yfir daginn til að halda áfram að læra á sjálfa mig er
- Passa uppá að vakna og fara að sofa alltaf á svipuðum tíma ALLA DAGA VIKUNNAR
- Hafa svipaða morgun rútínu og kvöldrútínu
- Byrja að ganga frá heima, búa um og gera heimilið eins og það á að vera því þá líður mér sem best og ég kem sem mestu í verk
- Fara í sturtu og hafa mig til, stundum er það bara kósýgallinn en stundum skárri föt og smá máling í andlitið
- Setjast niður sinna heimasíðunni minni og snapchatinu
- Taka pásu frá skrifstofuvinnu þar sem ég rúlla mig, hugleiði og slappa af yfir þætti og leyfi símanum að vera langt frá mér svo ég upplifi sem minnsta áreiti
- Hreyfing alla daga, sama hversu mikil hún er
Mér fannst ég fyrst byrja að ná að gera allt sem ég ætla mér þegar ég fór að taka pásur yfir daginn
Fyrsta sem ég geri á morgnana er að græja húsið okkar
Síðan er klukkutími þar sem ég fer í sturtu, kalt fótabað og tek mig til
Svo er skrifstofan í 1-2 tíma
En kraftaverkin gerðust þegar ég fór að taka mér pásu í hádeginu í 2-3 tíma þá kem ég endurnærð aftur í nokkra klukkutíma skrifstofu vinnu.
En skrifstofu vinnan mín er líka skólinn því þegar ég sit þar, les ég og hlusta á fróðleik sem getur hjálpað mér að ná betri heilsu
Einnig eru nokkrir fastir punktar líkt og
Mánudagskvöld eru heilög fyrir okkur hjónin
Fimmtudaga þríf ég húsið
Sunnudagskvöld eigum við dekurró fjölskyldan
En eftir síðustu viku hef ég aldrei afkastað jafn miklu en samt verið eins úthvíld og ég get.
Ef þér finnst þú alltaf vera á þeytingi og aldrei ná að gera allt sem þú ætlar þér prófaðu þá einfaldlega að gera smá stundatöflu jafnvel bara fyrir næsta dag áður en þú sofnar sjáðu hvað gerist.
Hérna er dæmi um mánudag hjá mér í Febrúar
Kærleikskveðja
Karen Ösp
Þú getur fylgst betur með mér á snapchat (karenosp)