GJAFALEIKUR!!!

Þar sem það eru komin 4 ár síðan ég hætti að vinna, 2 síðan bloggið opnaði og 1 síðan snappchatið (karenosp) opnaði þá finnst mér vera komin tími á að sýna öllum þeim sem hafa fylgst með mér og gengið með mér í gegnum þetta ferli smá þakklæti.

Eina ástæðan afhverju ég byrjaði þetta allt var sú að mér fannst vanta einhvern undir 30 ára sem væri komin á örorku og samt fullur af krafti og jákvæðni. Mér fannst erfitt að heyra alla þessa neikvæðni í garð öryrkja og ömurlegt að hafa sjálf fordóma fyrir sjálfri mér.


43011329_1099351296912315_1774891721788751872_n.jpg

Ég ætla því að vera með gjafaleik, ég ætla að gefa 1 stykki ilmolíulampa frá Doterra (fyrirtækið sem ég versla allar mínar vörur frá) og 2 af mínum uppáhalds ilmkjarnaolíum, Air og Wild Orange.


Reglurnar eru einfaldar, ég er hér því ég vil hjálpa. Þessvegna þarft þú bara að mæla með blogginu mínu eða snapchatinu við einhvern einn eða fleiri sem þú telur að ég geti hjálpað. Taka mynd af því og senda mér á snapchat eða facebook. Höfum þetta persónulegt og notalegt.

Ég dreg síðan út 31.október

Kærleikskveðja og takk fyrir mig!
Karen Ösp