Heilsubókin mín

Mér finnst oft erfitt þegar ég hitti sérfræðingana mína að svara spurningum um það hvernig ég hafi það og hvernig líðan mín hefur verið síðustu vikur.

Eftir að ég fór að hugsa um líkamann og heilsuna mína sem skóla setti ég upp einfalda bók til að halda utan um helstu hlutina sem mér finnst vert að vita.

Ég sé svo fyrir mér í lok Febrúar að taka þetta allt saman og geta þá fylgst með árangrinum.

heilsubók blogg.jpg

Raunsvefn: Mínotur sem ég sef í raun og veru - ég horfi ekki á klukkuna alla nóttina, sirka þetta aðalega út
Áætlaður svefn: Mínotur síðan ég fer upp í rúm til að fara að sofa og þangað til ég áætla að vakna

Ég deili síðan ÁÆTLUÐUM SVEFNI í RAUNSVEFN og fæ út úr því SVEFNNÝTINGUNA MÍNA

Svefn: Hversu góður var svefninn frá 0-5 - 5 er best
Þreyta:
Hversu þreytt er ég þegar ég vakna á morgnana frá 0-5 - 0 er engin þreyta
Ég skoða síðan svefnnýtingu og hvað ég er að fá út úr svefninum reglulega til að geta lagað svefninn áður en hann verður að stóru vandamáli.


Verkir:
Hversu verkjuð er ég þegar ég vakna á morgnana frá 0-5 -5 eru verstu verkir sem ég get hugsað mér
Kvíði:
Hversu kvíðin ég er þegar ég vakna á morgnana - 5 er kvíðakast
Líðan:
Hversu glöð ég er þegar ég vakna - 5 er eins glöð og hægt er
Grindabot:
Hversu verkjuð og spennt ég er í grindabotninum þegar ég vakna - 5 er mesta spenna og verkir sem ég get hugsað mér

Húðumhirða: Ég fæ auðveldlega útbrot og annað því finnst mér gott að minna mig á að hugsa vel um húðina 2 sinnum á dag og merkja sérstaklega ef ég nota maska og annað

Tannumhirða: Ég er mjög löt að nota tannþráð þessvegna setti ég þetta inn til að minna mig á.

Rúlla og Teygja: Ég veit að eitt af því að halda þessum líkama gangandi er að rúlla hann og teygja vel á því er gott að minna sig á það og fylgjast með því, oft er maður slæmur fyrst um sinn að byrja að rúlla sig eða tekur eftir að maður hefur ekki gert það lengi.

Hita og Rafstuða: Ég nota mikið heitann bakstur á líkamann minn útaf verkjum, einnig er ég mikið með rafstuðstæki til að losa um spennu í kvið og grindabotni.

Hugleiða: Ég elska tilfinninguna eftir að hugleiða en gleymi henni alltof oft, þessvegna er gott að hafa þetta skrifað niður þá hugleiði ég frekar.

Augndropar: Ég er með mikinn augnþurrk og þarf mögulega að fá meiri meðhöndlun við því, en fyrst vil ég sjá hvernig mér gengur að setja gervitár í mig 1-6 sinnum á dag til að geta sagt eitthvað næst þegar ég hitti sérfræðinga.

Verkjalyf: Mér finnst gott að fylgjast með hvenær ég þarf að taka auka verkjalyf yfir daginn.

Vatn: Ég merki X við hvern vatnsbrúsa sem ég drekk.

Te: Mér finnst gott að drekka jurtate á kvöldin og stundum morgnana, ég gleymi þessu oft og þessvegna ágætt að hafa þetta niðurskrifað.

Hreyfing: Maður á að stunda hreyfingu alla daga, þessa dagana tel ég hringina sem ég labba í kringum húsið. Þegar ég á góðan dag skrifa ég hvað ég gerði í ræktinni eða kílómetrana sem ég labbaði. Hreyfing hjálpar oftast en til að fylgjast með hæðum og lægðum er gott að sjá hana svart á hvítu.

Grindabotnsæfingar: Ég má gera 2x 10 æfingar á dag, ég held utan um það vegna þess að stundum fara æfingarnar að gera illt verra og einnig til þess að vita hvenær ég má jafnvel auka þær.

Jafnvægi: Við stoðkerfisvandamál er jafnvægið fljótt að fara, ég reyni því að æfa það daglega til að sjá hver staðan á mér er.

Þyngd: Á morgnanna, á nærbuxum vigta ég mig. Ég er ekki að spá í tölunni aðalega að vita hver staðan sé því fljót þyngdaraukning eða þyngdarmissir er alltaf skilaboð um að eitthvað gæti verið að.

Annað: Einnig punkta ég niður hvað ég gerði þennan dag svo sem þreyf eða fékk einhver lyf. Hvort ég hafi fastað eða hvað ég hafi kannski borðað. Allt sem ég held að geti gagnast þegar litið er heitl yfir heilsuna.


Mín bók er vissulega mjóg ýtarleg en það er allt útaf vissri ástæðu.
Ég mæli með að fólk haldi heilsubók, sama hvað sé að angra þá skiptir
Svefn
Andleg heilsa
Hreyfing
Mataræði
Öllu máli hvort sem við erum heilbrigð eða ekki.
En mundu að bókin á ekki að vera streituvaldur heldur einungis hvatning og utanumhald

Kærleikskveðja
Karen Ösp

Karen Ösp Friðriksdóttir