Samfélagsþrýstingurinn við Barneignir

Við eigum ekki barn sem við bjuggum til saman með hefðbundnum aðferðum. En við eigum Markús Hrein 3 ára með frábærri barnsmóður og gæti samstarfið ekki gengið betur. Svo eigum við Nemó Breka 23 mánaða gamlan papillon hund. 
Ég er 24 ára Óskar er 29 ára, það eru 5 ár á milli okkar og erum við að sjálfsögðu farin að hugsa um barneignir. 
Það er margt sem þarf að ganga upp svo að ég geti orðið ólétt, ég þarf að hætta á lyfjum og sjúkdómurinn að liggja niðri því eru barneignir eitthvað sem læknirinn ákveður með okkur. Hún segir GO!! Og við förum heim að reyna... svo ef það gengur upp þá hringjum við strax í hana með fréttirnar þannig hún er með allann tímann nema inni í svefnherbergi.

Við fáum oft spurningar ætlið þið ekki að fara að koma með eitt? 
Satt best að segja verðuru bara að spurja lækninn minn sko... við værum komin með eitt ef við myndum ráða en þér er velkomið að hringja í hana og spurja ef þér finnst það koma þér við...

Svo er hinn hópurinn sem segir en það er nægur tími...
Vá hvað ég er þakklát fyrir læknakunnáttuna þína því ef við getum ekki átt barn sjálf tekur það nokkur ár að finna út og svo tekur nokkur ár að ættleiða svo hvað segirðu nægur tími?

Ég veit að svona spurningar eru væntumþykja en mig langar að segja þegar fólk er í svona aðstæðum þá talar það þegar það vill um þetta og eina sem við þurfum að gera er að sína væntumþykju og hulsta. Fólkið í svona aðstæðum er væntanlega búið að tala við lækna og veit upp á hár hver staðan er. Þannig ráðleggingar eru óþarfar, fólkið þarf bara eyra til að hlusta og fang til að faðma.

Stundum þarf ekki að segja neitt nema já, vonum það besta og taka utan um fólk.

Kærleikskveðja
Karen Ösp

2504cca243038ea0021c6912741b34e9.jpg
Karen Ösp Friðriksdóttir