Fjórar sprautur á sólahring

Almennt reynir ég að taka veikindum vel og reyni mitt allra besta að vera jákvæð.
Á 10 vikna fresti þarf ég að fá getnaðarvarna sprautuna, það eru 10 vikur á milli en ekki 12 því ég þjáist af einhverjum óútskýranlegum verkjum í leginu. En er á biðlista að komast í kviðarholsspeglun til að kanna hvað sé í gangi. Ég má ekki fara á blæðingar því ég er með svokallað blæðingamígreni þar sem ég er með mígreni í viku ef ég fer á blæðingar og þessvegna er þetta lausnin. Ég er með stöðuga verki í leginu og suma daga er ég rúmliggjandi á sterkum verkjalyfjum því verkirnir eru svo miklir. Þegar ég fæ sprautuna þá versna verkirnir í nokkra daga en alltaf held ég í vonina að svo gerist ekki... en hérna ligg ég og klukkan að verða 5 á nóttu og verkirnir farnir að herja á. 
Ég fæ einnig B12 sprautu á 10 vikna fresti, ég varð alvarlega veik af B12 skorti fyrir 6 árum og hef þurft að passa vel upp á sprauturnar mínar síðan. Ég var alltaf á þykku lyfi sem gaf marblett í nokkrar vikur og var ég aum í vöðvanum lengi en núna er það hætt á Íslandi svo ég er komin á þynnra lyf sem svíður mikið við tökum og er ég smá aum í rassinum eftir.
Báðar þessar sprautur fara í rassinn. Þessvegna er einstaklega erfitt að finna leið að liggja, en mjög góð vinkona mín benti mér á frábærann kodda og er hann að bjarga mér.
En þar sem ég er á 2 ofnæmisbælandi lyfjum verð ég að fara í inflúensu sprautu og fannst mér tilvalið að skella þessum sprautum öllum saman.
Inflúensu sprauta fer alltaf illa í mig mér verður óglatt og mjög aum í hendinni.

Því sit ég núna um miðja nótt að hlusta á tónlist að minna mig á að eftir sólahring verður þetta betra. 
Á sunnudaginn sprautaði ég mig með Metrotrexat lyfinu svo á sólahring fékk ég 4 lyf sprautuð inn í viðkvæma skrokkinn minn.


Ég vissi nákvæmlega hvað væri að fara að gerast, í fyrsta skipti tók ég skinnsamlega ákvörðun. Ég skipulagði að kvíla mig, ég keypti súkkulaði og kók (kók er eina sem minnkar ógleði mína og ég fæ ekki verki í liðna) og þegar ég kom heim fór ég beint upp í rúm og horfði á sjónvarpið. Ég ætla mér að vera upp í rúmi í allavega sólahring þá ætti ég að vera annaðhvort verri eða betri og get haldið áfram með lífið. 


Núna þegar ég á erfitt með svefn vegna þess að ég er verkjuð þá er rosalega auðvelt að fara að sjálfsvorkun en það sem ég veit er að þá verður þetta margfalt erfiðara. Þetta er staðan og hvernig ætla ég að takast á við hana.. þetta er á 10 vikna fresti 2 sprautur og bara 1 sinni á ári allt þetta saman. Ég er á örorku svo ekki þarf ég að tilkynna mig veika í vinnu, Markús er hjá mömmu sinni og Nemó er með á hreinu að ég sé lasin og vill bara kúra. Óskar kemur svo heim með ást og hlýju tilbúinn að gera allt sem ég þarf.

Lausnin er því að nýta sér þetta frí !!

Ég byrjaði að horfa á Good wife hef alltaf frestað því og núna ligg ég upp í rúmi og horfi í vitund ég er bara að njóta þessarar hvíldar núna. Ef ég spái í verkjunum þá versna þeir, því passa ég verkjalyfin mín og kúri. Þetta eru forréttindi að geta haft það gott, ég á gott rúm og dásamlegt hjónaherbergi.
Það skiptir máli að skoða aðstæður og ákveða hvað ætla ég að fá út úr þeim? Ég ætla að fá kvíld, hreinsa hugann og endurnýjun út úr þessum aðstæðum og kem full af krafti eftir rúman sólahring. Svo ekki sé talað um að þessi lyf hjálpa mér svo við skulum vera vinir við verkina og lyfin ef við hættum í stríði þá gengur þetta betur.

Kærleikskveðja
Karen Ösp

Karen Ösp Friðriksdóttir