Kynning

Þegar ég verð stór ætla ég að vera sálfræðingur...

Þegar ég verð stór ætla ég að verða leikkona...

Þegar ég verð stór ætla ég að verða prestur...


2016

Karen Ösp þú ert metin með 75% varanlega örorku.

Heimurinn minn hrundi í nokkra daga, eftir nokkra daga fór ég að hugsa ókey hvernig ætla ég að gera þetta sem best?

- ég ætla að setja mér markmið

- finna mér eitthvað að gera

- hafa mig til á hverjum degi sem ég hef heilsu

- bera höfuðið hátt og vera stolt af af verkum mínum

- setja mig í 1.sætið

- vera jákvæð

- stefna að öllu því sama og fyrir 2016

Já ég er nefninlega ennþá ég þó svo að sjúkdómar mínir séu að hrjá mig það mikið að ég geti ekki sinnt vinnu. Ég er ennþá með jákvæðnina að vopni og á ennþá alla stóru draumana og fyrir matið. 
Í janúar 2016 þegar þetta lá fyrir var ég að ræða við Óskar og með samtali okkar komst ég að því að ég vildi hjálpa, ég trúi því að ég sé hér til að deila minni lífsreynslu svo aðrir geti nýtt sér hana. mig langar því að leyfa ykkur að skyggnast inn í lífið mitt, sjá hvernig ég held mér gangandi og það að vera öryrki er engin endastöð.

Með því að leyfa fólki að skyggnast inn í lífið mitt vona ég að fordómar minnki og skylningur aukist hjá fólki með og án örorku.

Þegar ég fékk út úr matinu fannst mér heimurinn hrynja og núna ætti ég bara að vera upp í rúmi en svo er alls ekki. Ég fór því að gera plön og plana dagana mína eins og ef ég væri í vinnu eða skóla. Ég passa hreyfingu og er alltaf að setja mér markmið til að ná. Ég passa mataræðið og er því mikið í tilraunastarfsemi í eldhúsinu.(sem þið fáið að fylgjast með) Ég passa líka að vera með skemmtileg verkefni sem minna mig á hvað ég er að gera á þessari jörð. 

Ég er yfirlett jákvæð og bjartsýn en suma daga á ég erfitt og þá fáið þið líka að skyggnast inn í þá. Þetta er jú ekki alltaf dans á rósum en það er þannig hjá öllum hvort sem um er að ræða örorku eða ekki.

Endilega komdu með í ferðalag
Kærleikskveðja
Karen Ösp

Karen Ösp Friðriksdóttir