Nýja hraðahindrunin í lífsgötunni minni

Fyrir rúmum mánuði sá ég að ég er búin að ná þeim markmiðum sem ég hafði sett fyrir árið og árið byrjaði í júní hjá mér (því þá kom nýja dagbókin mín í hús).
Já ég náði þeim á minna en hálfu ári, leiðin að þeim var skemmtileg og gefandi.

En hún var líka krefjandi og ég sannaði mig fyrir mikilvægustu manneskjunni í lífinu mínu; mér sjálfri.

Ég get allt en þetta var erfitt og kannski full mikil pressa á mig undir það síðasta þessvegna þegar ég fór að spá í nýjum markmiðum fannst mér tilvalið að hafa bara eitt markmið í hálft ár; að gera það sem lætur mér líða vel.

Fólk klórar sér í hausnum og spyr hvernig getur það verið markmið jú það er ekki mælanlegt en nei þetta skiptir samt mestu máli í lífinu að við áttum okkur á hvað lætur okkur líða vel líkamlega og andlega.
Mig dreymir um að fara í nám næsta haust og vonandi stækka fjölskylduna okkar við tækifæri. Til að geta þessa hluti þá þarf ég að geta hugsað um mig og kunna að koma því sem lætur mér líða vel inn í rútínuna mína.

Ég mun skrifa færslu um þetta verkefni og leyfa ykkur að fylgjast með þessu alla leið.

15226487_10206650083524627_1610035713_n.jpg


Eitt af því sem lætur mér líða vel eru fjölskyldu stundir, fara með strákunum mínum þremur út á róló eða niður í fjöru og gleyma okkur í leik sem fjölskylda.

Heyra strákinn minn hlæja svo allar taugar brosa hjá honum, sjá ánægju glampann í manninum mínum og hundinn minn með tunguna úti flaðrandi upp um mann af gleði það gefur mér hamingju í gegnum mörg gigtaköst og þarna finnst mér orkunni minni varðveitt í velsæld.

Við vorum því einn sunnudaginn í brjáluðu veðri út á róló og allir að dæla í mig velsæld með gleði, Markúsi og Nemó finnst fátt skemmtilegra en að hlaupa upp og niður hólinn á róló  (róló er í bakgarðinum hjá okkur). Við fjölskyldan hlaupum því saman upp hólinn og þegar við höfum náð andanum leggjum við af stað hlaupandi niður. En þegar við erum komin langleiðina niður renn ég til og hnéið mitt beyglast undir mig með tilheyrandi hnikk. Ó Guð sársaukinn og brakið, ég lagðist í grasið, mér svimaði og ég hélt ég ætlaði að æla. Barnið mitt hló og hló því hann hélt að ég væri að grínast, ég gat ekki annað en hlegið af sársauka því ekki vildi ég gráta svo hann yrði smeikur hversu slæmt þetta væri. Ég gat stigið í löppina með miklum verkjum og fann að ekki var allt með feldu, skellti mér strax í pottinn og lagðist upp í rúm og var viss um að núna væri ég bara illa tognuð enda ekki í fyrsta skipti sem ég slasa mig. Heyrði röddina hennar ömmu segja elsku hrakfallabálkurinn minn og hló af henni. Keyrði svo strákinn í leikskólann daginn eftir en versnaði bara og lofaði mínum nánustu að láta kíkja á mig. 


Í ljós kom rifin liðþófi og bara lítið rifinn því það var engin vökvi komin í liðinn en læknirinn bókaði samt myndatöku svona til öryggis rúmri viku seinna ef ég myndi ekki lagast. Ég væri samt með gigt sem byrjar yfirleitt í hnjánum og þau alltaf verið erfið svo það væri eðlilegt að þetta tæki mig smá tíma. En ég versnaði bara og endaði með að fara í myndatökuna (ég ætlaði að afboða hana einu sinni því ég nennti ekki að vera veik og ætlaði bara að hunsa verkina, sem betur fer sagði konan í símanum viltu ekki bara meta þetta morguninn sem þú átt að koma),  liðþófinn minn er alveg heill nema Karen Ösp Friðriksdóttir var brotin og búin að labba á því í 2 vikur næstum.

En ég endaði með að fara upp á sjúkrahús daginn eftir að fá niðurstöður því löppin hafði bara versnað, þá sást mikið beinmar, mikið búið að brotna upp úr beininu og sprunga í hnéinu. Niðurstaðan mögulega gips frá ökla upp í nára í 6 vikur og ég fengi að vita það morguninn eftir því læknarnir í bænum ætluðu að skoða myndirnar.

Ó ég grét þegar ég frétti að teyjusokkur og hækjur væru nóg og ég mætti stiga í löppina innan skinnsamlegra marka. En þetta taki 6 vikur að gróa og 8-12 að verða eðlilegt, mamma mín orðaði svo vel já þú verður orðin góð á næsta ári og svo kórónaði tengdapabbi þetta með að segja þú verður orðin góð þegar þú giftir þig (sem er 10.júní 2017).  Ég hugsa að annars semji ég við pabba að halda á mér inn kirkjugólfið.


Ég skal viðurkenna að þessar 4 vikur hafa verið hræðilegar, ég þoli ekki að vera svona ósjálfbjarga. Þetta hefur tekið mikið á andlega og líkamlega. Ég hef lítið geta gert það sem lætur mér líða vel eins og göngutúra og æfingar. Ég reyni að gera það sem ég get þegar ég man eftir því en mætti vera duglegri því núna er stundin að huga að sálinni og hjartanu.

Ég hef lært mikið eins og hvað ég á frábæran mann, vissi það alltaf en hann hefur svo sannarlega sannað sig einu sinni enn í gegnum þetta. Tengdaforeldrar mínir sem búa nokkrum húsum frá mér hafa passað mig eins og ég sé dóttir þeirra. Foreldrar mínir standa svo þétt hjá mér eins og alltaf. Svo ekki megi gleyma vinkonum sem athuga með mann daglega. 


Ég veit að næstu vikur verða erfiðar, ég fer alltaf fram úr mér en núna verð ég að vanda mig. Stór skref eru ekki að fara að hjálpa mér neitt til langs tíma. Svekkelsið er gríðarlegt því núna átti að taka við 6 mánaða námskeið á sjálfa mig en helmingurinn á því verður í bata. Ég er gríðarlega þakklát að vera ekki í gipsi en samt sem áður var ég búin að ákveða annað og svo eru jólin að koma... jólin já held að það sé umræða í aðra færslu.

 Ég er því á byrjunar reit og bráðnauðsynlegum byrjunarreit, nú skal andlega hliðin sett í fyrsta sætið ásamt mataræði þangað til að ég get farið að leggja meira á líkamann minn. En þá er það bara að byrja og læra þetta allt aftur. Hvort sem stera kílóin mín verða farin eða ekki fyrir brúðkaup þá elska ég mig nákvæmlega eins og ég er því hvert slit, hver marblettur og bólga á sína sögu. 


Maður er ávallt minntur á hvað lífið er stutt og því ætla ég bara að gera það sem lætur mér líða vel og því er nóg komið af svekkelsi. Núna er að setja í fyrsta gír og halda af stað lífsgötuna og yfir þessa nýju hraðahindrun.


Komdu með!!

Kærleikskveðja
Karen Ösp

Karen Ösp Friðriksdóttir