Jólin
Hjá mörgum eru jólin mikið tilhlökkunar efni, því miður get ég ekki sagt að það sé alltaf svoleiðis hjá mér.
Allan nóvember var ég á barmi kviðakasts yfir jólunum, ég vaknaði með þungt yfir brjósti og átti erfitt með að anda. Þetta er versta sem ég veit þegar kvíðinn herjar á mig alla. Afhverju kvíði ég jólunum getur fólk spurt?
Ég mun tala um langveikt fólk í þessari færslu og mundu að langveikt fólk er andlega og líkamlega veikt. Þú sérð líka oft ekki að þetta sé veikt fólk.
Ég ætla að byrja á byrjuninni ég hef alltaf verið temmilegt jólabarn en árið 2012 var ég mikið veik og ég gerði ekkert sem ég var vön að gera ég svaf mikið og man satt best að segja ekkert eftir jólunum. Þarna bjó ég hjá mömmu og pabba en var byrjuð að spjalla við Óskar. Þessi jól hafði ég enga stjórn á lífinu, ég lá hálf sofandi meðan pabbi skreytti herbergið mitt og ég bakaði ekki eina söru.
Árið eftir var ég flutt að heiman og við Óskar ákváðum strax að við myndum halda jólin tvö því við vildum vera búin að skapa hefð áður en Markús færi að eyða jólunum með okkur.
Ég hlustaði mikið á þú og ég og jól
" Þú og ég um jól
ein í alfyrsta sinn.
Orðin svona stór
en í hjarta mér finn
hvar stelpa lítil er
sem langar heim til sín
en hér erum við
og jólin okkar.
Okkar fyrstu jólum við aldrei gleymum
eins og dýran fjarsjóð þær myndir geymum
við tvö og allt er nýtt og annað en var
í okkar heimi orðin svona stór "
Þessum jólum munum við aldrei gleyma því á gamlárskvöld kl.00.00 endaði ég upp á bráðadeild því ég gat ekki annað... hvað var að - ég var með svona hræðilegt kviðakasts að ég endaði að fá púst. Ég var búin að eiga erfitt með andardrátt í nokkra daga.
Spólum þá til baka, ég var í vinnu og námi þarna en það átti allt að vera fullkomið því þetta voru jú fyrstu jólin okkar.
Ég skreytti
Ég bakaði helling
Ég þreif
Ég gerði jólakort
Ég gerði allt það sem samfélagið segir að maður eigi að gera fyrir jólin.
Við unnum mikið og á aðfangadag var íbúðin í drasli, við höfðum keyrt á Eyrarbakka og um Reykjavík með pakka yfir daginn. Við skiptum því liði og Óskar eldaði og ég tók til, fyrir okkur koma jólin ekki endilega kl 18 þannig það var engin pressa. En klukkan korter í sex brotnaði ég saman jólin voru ónýt allt í drasli, ég ekki að ná að taka til og heimurinn hrundi. Fyrstu jólin voru hræðileg því ekkert var fullkomið. Óskar tók utan um mig og sagði að óbrotinn þvottur í sjónvarps herberginu skipti ekki máli heldur stundin okkar.
Og það var satt í dag hlæjum við að fyrstu jólunum og ég var yfir mig ástfangin og leið vel með Óskari það skipti öllu. Við mættum í sum jólaboð en vorum mest í rólegheitum því ég var í miklum kvíða sem ég gerði mig ekki grein fyrir og hann lagðist á mig líkamlega líka.
Ég ákvað að 2014 yrði betra enda upp á sjúkrahúsi þegar það hófst.
Nú hoppum við yfir ein jól og kíkjum á jólin í fyrra 2015,
Karen Ösp reynslunni ríkari.
Karen skreytti
Karen bakaði sörur
Karen gerði konfekt í jólagjafir
Karen þreif
Karen gerði allt sem samfélagið ætlaðist til
Þetta voru fyrstu jólin sem Markús átti með okkur, hann var á jóladag og annan í jólum.
Allt átti að vera fullkomið.
Karen mætti því í öll jólaboðin og eyddi góðum tíma í þeim öllum þótt að orkan væri LÖNGU búin. Karen gerði það sem hún átti að gera til að þóknast öðrum og setti sjálfa sig í seinasta sætið. Karen byrjaði 2016 of keyrð dagarnir voru erfiðir, mikið verkjaðir og lítið sofið.
Andlega hliðin var slæm því vonbrigðin voru mikil ég gerði það sem ég átti að gera samkvæmt samfélaginu en endaði veik.
Þá komum við að nóvember á þessu ári.. mig langar ekki að of keyra mig aftur.. mig langar ekki að finna svona til en samviskubitið að bregðast öllum er að ganga frá mér. Sinna ekki öllum jólaboðonum og fá að heyra "ætlið þið að fara strax".... úff ég fæ sting í magan að hugsa um það.
En nú komum við að vendipunktinum ég gat ekki þennan kvíða meira. Settist því niður og skilgreindi hvað væri að hrjá mig og hvernig væri hægt að laga það.
En öll þessi samfélagslega pressa.. hvar stend ég þá..
Við Markús settum upp jólaskraut fyrsta í aðventu og gerðum einfaldan jólakrans stundin var ógleymanleg því Markúsi fannst svo gaman að skreyta, þá mundi ég að jólin snúast um þetta.
Samveru og gleði.
Jólabaksturinn er eitthvað sem stjórnast af líkamlegri heilsu, því ég er ennþá að safna upp orku og þreki eftir fótbrotið og það eru en 3-6 vikur í að ég verði 100% aftur.
Jólagjafir pöntuðum við af netinu, orkan blæðir út þegar ég fer í verslanir í desember svo við ákváðum frekar að panta jólagjafir og nota orkuna í fjölskyldu dag í staðinn.
Jólakortin verða mikið unnin með bróðir mínum.
Þrifin.. ég fór í gegnum húsið og það er alltaf hreint.. ekki áhyggju efni.
Þá er það það erfiðasta jólaboðin.... mér finnst ég bara bregðast þar.. fólki finnst það svo lítið mál að mæta í jólaboð því þú ert bara að borða og í rólegheitum.
Orkan mín þarf að vera mikil til að ráða við jólaboðin því það tekur á að umgangast fólk og áreitið er annað en aðra daga. Ekki misskilja mér finnst gaman að hitta fólk en ALLT ER GOTT Í HÓFI.
Því vil ég segja við þig kæri lesandi langveikt fólk reynir sitt besta ef við komin í 30 mínotur í jólaboðið ekki segja "hvað eruð þið að fara strax?" Eða "þið voruð að koma" trúðu mér hjartað mitt er í molum að vera ekki lengur en ég verð að segja sjálfa mig í fyrsta sætið.
Þennan hálftíma sem ég átti aflögu eyddi ég með þér, spáðu í því!
Annað hættum að spurja "ætlaru að skreyta meira?" "Ætlið þið að hafa útiseríu?" "Er allt tilbúið?" "Búin að baka mikið?"