Afleiðingar jólahlaðborðs..

Ég ákvað að henda í aðra færslu og sýna ykkur ástandið á mér við að fara á jólahlaðborð þegar svefninn hefur verið erfiður í rúmar 5 vikur vegna fótbrots og flensu... gigtin elskar þegar hreyfing og mataræði er ekki 100% þá byrjar hún að láta ljós sitt skína. 


Við fórum á jólahlaðborð með vinnunni hans Óskars á laugardaginn.
Við komum í bæinn klukkan þrjú til að fara í afmæli með systkinum hans Nemó áttum yndislega stund. Hentumst svo með Nemó í pössun til mömmu og pabba. Skutumst á gistiheimilið sem við vorum á og skiptum um föt. Vorum svo mætt svona 20 mínotur í sex þar sem hlaðborðið var til að stilla upp og græja því Óskar er í skemmtinefnd. Vorum á jólahlaðborði að ganga tólf en í aðalréttinum var ég búin á því og ég man lítið eftir það. Komum á gistiheimilið og ég gat ekki sofnað.. ég var komin yfir þröskuldinn og gigtin komin á fullt. 
Daginn eftir kíktum við í kaffi til mömmu og pabba, hentumst svo í Ikea og vorum komin heim um eitt leytið. Ég beint upp í rúm.. síðan ætla ég að leyfa myndunum að segja rest.

15403237_10206757004397582_578196510_n.jpg
15435940_10206757004277579_1364851465_n.jpg
15357069_10206757004317580_2012437541_n.jpg
15435731_10206757004237578_2043180151_n.jpg
15355892_10206757004197577_654108972_n.jpg
15424416_10206757003037548_1572156474_n.jpg
15415926_10206757004157576_372231010_n.jpg
15356881_10206757002997547_170244545_n.jpg
15435711_10206757002797542_1547763135_n.jpg
15451129_10206757002957546_973694277_n.jpg
15401328_10206757002917545_1601242405_n.jpg
15355987_10206757002677539_1114058195_n.jpg
15435655_10206757002717540_521181205_n.jpg
15423744_10206757002597537_1179684705_n.jpg
15416141_10206757002517535_470156358_n.jpg
15451079_10206757002477534_1105068846_n.jpg
15451099_10206757002637538_142427081_n.jpg


 

 

16:42

búin að dotta en vakna við það minnsta henti mér í sturtu til að minnka verki.
Andlega hliðin : mjög góð, dagurinn í gær gerði mikið

 

 

 

19:21

skreið upp í sófa Óskar er að elda, úthald ekkert og matarlist lítil.
Andlega hliðin: ágæt þangað til við horfðum á Landann og fjallað var um ófrjósemi og ég fór að hugsa um öll okkar mál. Alltaf viðkvæmari andlega þegar ég er svona orkulaus

 

 

 


21:32

komin úr pottinum, drekka vítamín og magnesíum. Tók öll lyfin strax í von um að sofna snemma.
Andlega hliðin: öll að koma til þökk sé þessum gullmola sem ég bý með

 

 

 

 


23:56

ekki enn sofnuð... verkir miklir og dotta í 10 mín í mestalagi.
Andlega hliðin: fín, veit að ef hausinn bregst þá hrinur allt

 

 

 

 


00:33

ennþá vakandi og verkir versnandi..
Andlega hliðin: sé ekki eftir neinu en þreytt á að þurfa að líða svona

 

 

 

 


01:07

matur svo ég geti tekið næstu verkjalyf
Andlega hliðin: mikil gleði í hjartanu mínu eftir gott kvöld

 

 

 

 

 


01:24

öll brögðin í bókinni notuð til að ég sofni
Andlega hliðin: góð

 

 

 

 


09:52

vaknaði með hálsríg því eina þægilega stillingin í nótt var ekki að skila sínu til lengri tíma
Andlega hliðin: vonsvikinn að vera á þessum stað fyrir að eiga smá "venjulegt" líf

 

 

 


13:19

nýkomin úr sturtu við verkjum og ný vöknuð aftur, matur og verkjalyf
Andlega hliðin: nokkuð stöðug en viss um að gera mér þetta ekki aftur, mun nota skinnsemi þessi jól

 

 

 

 


14:03

aftur upp í rúm að sofa
Andlega hliðin: stöðug

 

 

 

 

 

 


17:52

farin á fætur að gera jólagjafalista
Andlega hliðin: þakklát

 

 

 

 


19:38

gera það sem lætur mér líða vel, maski og kertaljós meðan ég drekk vítamín og magnesíum(drekk nokkrum sinnum á dag þessa blöndu þegar ég er með flensu og þarf að rífa ónæmiskerfið upp) 
Andlega hliðin: mjög hress

 

 

 


20:54

búin að panta allar jólagjafir
Andlega hliðin: létt að hafa farið skinnsömu leiðina og hlustað á líkamann í dag

 

 

 

 


21:43

heimilið hreint, búin að gera allt til að ég sofi vel og bind vonir á að sofna fljótt
Andlega hliðin: góð 

 

 

 

 


21:53

smá á náladýnuna mína til að minnka verki með kerti og kúri
Andlega hliðin: þakklát og hamingjusöm

 

 

 

 


00:03

ekki enn sofnuð... dotta í 10 mínotur en vakna við það minnsta
Andlega hliðin: reynslunni ríkari og nenni þessum pakka ekki aftur í desember

 

 

 

 


01:00

hérna er ennþá stuð 
Andlega hliðin: allt í góðu
 

Ég endaði svo með að sofna um 2 leytið og í dag að verða viku seinna er ég ekki enn búin að vinna upp orkuna.
ég vona að þetta bæti skilning þinn á lífinu mínu ef ég fer yfir strikið.


Andlega getur allt farið í klessu líka og þessvegna skiptir máli að spurja sjálfan sig reglulega hvort þér sé illt í sálinni eða líkamanum því þeir sársaukar eru jafn mikilvægir og þarf að vinna strax á.


ég meina ekkert illt með að stoppa stutt við ég er bara að passa að fara ekki yfir þröskuldinn minn því trúðu mér þetta tekur upp undir viku að komast yfir versta hjallann.. stundum lengur.
Viltu ekki segja við mig "ertu að fara heim strax" " en þú varst að koma" 
Mér líður nógu illa, ekki koma með neikvæð komment knúsaðu mig bless og þakkaðu góðar stundir.
ég veit að ég er ekki ein í svona málum svo þessi jól skulum við ekki segja hluti í hugsunarleysi.


Kærleikskveðja
Karen Ösp

Karen Ösp Friðriksdóttir