Orkubankinn

Mér fannst mjög erfitt að finna hvar og hvernig mörkin mín voru eftir að ég byrjaði að veikjast. Ég fann strax 12 ára að ég hafði ekki sama úthald og aðrir, þetta hefur síðan ekkert breyst og úthaldið bara versnað.

En þrátt fyrir að úthaldið mitt sé minna en hjá öðrum þá er ég samt bara 25 ára og ekkert gamalmenni. Mér langar ennþá að gera allt sem fólki á mínum aldri langar að gera. 

b6fbf622a158dc3a019370e80c2b85d4.jpg

Ég man ekki ennþá hvernig þessi hugmynd kom en það var einhver sem sagði við mig þú verður bara að leggja inn í bankann fyrir þessu. Og þá var ekki verið að tala um peninga.

Í 4 ár hef ég því alltaf talað um orkubankann, ég skal alveg viðurkenna að það tók mig nokkur ár að ná tökum á því hvað viðburðir, ferðalög og annað kosta orkubankann en með þolinmæði og dass af óþolinmæði lærði ég hvar mín mörk eru.

Núna skulum við því skoða orkubankann.
Ég fór á námsskeið hjá Guðna Gunnarssyni í Rope Yoga setrinu og þar segir hann að þú eyðir ekki orku og þú eyðir ekki peningum heldur annaðhvort breytiru því til velsæmdar eða vansældar. Þessi punktur breytti hugmyndinni um orkubankann heilmikið.

Orkubankinn er alveg eins og hver annar banki nema það sem þú átt er orka ekki peningar.
Líkt og á bankareikning er upphæðin sjaldan sú sama, því þú þarft oft að breyta peningunum til velsæmdar eða vansældar vantar mat eða hvað sem er.
Það tekur orku að vakna, fara fram úr, mæta í vinnu eða skóla allt sem þú gerir tekur orku en valið þitt er alltaf ertu að nota hana til velsæmdar eða vansældar. 
Það tekur mikla orku til dæmis fyrir mig að versla í matinn eða fara þar sem er mikið fólk, en það er samt ekki orka til vansældar ef ég geri þetta með jákvæðum hug og passa mörkin mín. Ég fer áður en ég er alveg búin á því í búð eða veislum heldur fer heim svo ég byrji ekki með núll í orkubókinni.

2f5efd0339ce7e6f4af47bf1147c12a7.jpg

Við vitum líka öll að það er betra að safna fyrir hlutum heldur er að taka yfirdrátt því það er svo erfitt að borga hann eftir á.

ÞAÐ SAMA GILDIR MEÐ ORKUNA!!! já ég sagði það, þetta er alveg eins.

Ég reyni þessvegna alltaf að skoða hvað er í gangi hjá mér og leggja orku inn í orkubankann svo ég sé ekki heil lengi að borga til baka yfirdráttinn sem ég tek fyrir því sem ég er að gera.

Í brúðkaupinu okkar var ég búin að vera í 2 mánuði að passa orkuna mína og leggja inn, ég var þessvegna í 10 daga sirka að borga yfirdráttinn fyrir brúðkaupsdaginn okkar. Það kalla ég ekki slæmt, ég trúi því að ef ég hefði ekki passað mig í 2 mánuði væri ég örugglega ennþá að jafna mig.

3f7f281ebea422c060d20fe3c3a9cf79.jpg

Orkubankinn er ekki bara fyrir þá sem eru veikir, við vitum öll að sumt tekur meiri orku en annað og þessvegna eigum við ekki að þurfa alla þessa streitu heldur passa hvað við gerum. 
Mundu líka að neikvæðni tæmir orkureikninginn mjög hratt !

Kærleikskveðja
Karen Ösp