4 mánaða rúsíbanaferð
VARÚÐ ÞESSI FÆRSLA GÆTI HAFT ÁHRIF Á FÓLK SEM HEFUR ORÐIÐ FYRIR OFBELDI EÐA ER VIÐKVÆMT
2.Desember 2017 var ég á Akureyri í skírn hjá einni af mínum allra bestu vinkonum, þá er Óskar að skoða fréttir og les upphátt Írafár er að fara að vera með tónleika eftir slétta 6.mánuði.
Ég sprakk úr ánægju yfir þessum fréttum enda hafði ég lifað fyrir Írafár á mínum yngri árum. Ásamt því að hafa alltaf litið upp til Birgittu og hitt hana á Fiskideiginum 2017, heyra hana syngja Írafár lögin á tónleikunum vakti hjá mér löngun að sjá þau öll saman aftur.
Á leiðinni heim að norðan völdum við hjónin tónlist til skiptis og allt sem ég valdi kom úr smiðju Írafárs. Ég hlustaði ekki á jólalög þetta árið heldur Írafár og svo kom að miðasölunni, ég og vinkona mín að norðan vorum báðar tilbúnar með 3 tölvur í heildina að reyna að ná miðum og tókst okkur að fá miða á 3 bekk. Ég fór í spennufall eftir að hafa náð miðunum þar sem ég sá frétt um hvað þeir seldust hratt upp.
Mánuðirnir liðu og plönuðum við vinkonurnar dag í kringum tónleikana spa, út að borða og Írafár.
Ég var eins og lítið barn á tónleikadeiginum með fiðrildi í maganum og þegar þau byrjuðu að spila og tjaldið féll fór ég að há gráta. Þannig var restin af tónleikunum réttara sagt ég grét bara endalaust, skemmti mér mjög vel en grét út í eitt.
“ Ég finn að spennan hún magnast
og ég missi alla stjórn.
Allt það sem ég hef að óttast
er að ég missi alla stjórn á mér.”
(7. Ég missi alla stjórn)
Eftir tónleikana leið mér undarlega og sagði ég vinkonu minni og Óskari frá því en ég hélt að þetta væri bara spennufall þar sem ég hefði beðið svo lengi eftir þessu og hljómsveitin verið svo miklu meira en bara hljómsveit fyrir mér.
Óskar var í mataboði með vinahópnum sínum þetta kvöld og átti ég að vera með þeim, ég kom því strax eftir tónleika til þeirra. En þá var ég ekki lík mér lengur, ég var logandi hrædd, alltaf á varðbergi og hélt í sannleika sagt að mér yrði nauðgað þetta kvöld. Eftir mataboðið héldum við heim og versnaði þessi mikla hræðsla alltaf meira og meira.
Um nóttina gat ég alls ekki sofið, ég var endalaust hrædd og upplifði tilfinningar sem ég þekkti mjög vel en taldi mig vera komna með vald á. Hræðslan varð svo mikil að ég tók lúku fulla af allskonar lyfjum sem ég átti. Til þess að deyja? ég veit það ekki ég varð að reyna að deyfa þessar tilfinningar. En í leiðinni skrifaði ég bréf til mannins míns ef ég skildi ekki vakna aftur þá vissi hann ástæðuna og ef ég skildi vakna þá mundi ég fá hjálp.
“ Inn í nóttina,
líð andvaka.
Ligg á hlýjum stað,
stari á veggina.
Ég sé…
allt á hreyfingu,
óttinn glepur mig.
Birtrast mér sýnir
óstöðvandi.”
(2. Allt sem ég sé)
Eftir svefnlitla nótt og sólahring í lyfjamóki þar sem ég var hætt að finna fyrir því að vilja ekki lifa og þessi hræðsla truflaði mig lítið var ég viss um að þetta væri bara búið.
Ég vaknaði á mánudeiginum hress og alls ekkert ólík mér, ég átti að fara í bólusetningu upp á Selfoss eftir hádegi og á leiðinni þanngað hrundi heimurinn minn aftur, ég grét og grét og íhugaði að sleppa að fara og fá þessa sprautu sem er mér lífsnauðsinnleg. Á biðstofunni upp á heilsugæslu þar sem ég sat grátbólgin sendi ég sálfræðingnum mínum póst og kallaði á hjálp, ég skildi bara ekki hvað væri að gerast með mig en þessar tilfinningar þekkti ég jú allar.
Ég átti mér nefninlega í nokkur ár lítið leyndamál og meðan ég átti það hlustaði ég á Írafár til að flýja raunveruleikann minn.
“Ég á lítið leyndamál
í mínu hjarta og ég mun aldrei
segja nokkrum manni frá,
frá þér.”
(13. Leyndamál)
En fyrsti kærastinn minn braut á mér kynferðislega, líkamlega og andlega. Þetta var því áfallastreituröskunin mín að læðast svona rosalega aftan að mér. Ég hafði vissulega unnið mikið í mínum málum og átt auðvelt með að segja fermingabörnum frá minni reynslu en ég hafði aldrei farið ofan í ofbeldið sjálft því ég mundi aldrei neitt eftir því.
Sálfræðingurinn minn mælti með öðrum sálfræðing sem ynni í Barnahúsi en tæki einnig að sér skjólstæðinga sem ættu svona sögu eins og ég. Tilhugsunin um að fá nýjan sálfræðing var skelfileg og hvað þá að fara að rifja allt þetta upp aftur. Ég vissi líka ekki hvernig ég ætti að gera það þar sem ég mundi ekki nóg til að segja frá en ákvað að slá til þar sem ég hef alltaf ákveðið að ég sé ÞOLANDI ofbeldis ekki Fórnalamb og þá ætlaði ég ekki að leyfa þessu að hanga lengi yfir mér. Líka fyrst hún gæti fengið bön til að tala þá hlyti hún að geta hjálpað mér.
Við hjónin ræddum saman um þetta allt og maðurinn minn er kletturinn minn í einu og öllu og hvatti mig til að drífa mig að panta tíma en sagði líka ég veit að þetta verður erfitt fyrir okkur bæði en við getum allt saman.
Síðan kom að fyrsta tímanum með nýja sálfræðingnum, ég náði valla andanum þegar ég hitti hana svo stressuð var ég. En guð þessi kona, hún var akkúrat sú sem ég þurfti á að halda.
Eftir fyrsta tímann fékk ég heimaverkefni, skrifa bréf til geranda míns ekki senda það til hans heldur skrifa allt sem ég mundi. Ég sagði henni að ég mundi ekkert en hún sagði sestu niður á degi sem ekkert er planað því það gæti haft mikil áhrif á þig að gera þetta og skrifaðu bara allt sem kemur upp í hugann.
Á miðvikudeigi 2 dögum frá sálfræði tímanum settist ég niður með tölvuna, tilbúin að skrifa allt sem ég mundi og viti menn, atvik og atburðir fóru að rifjast upp og endaði ég í 6 blaðsíðum í word. Dagurinn skemmdist ekkert heldur fylltist ég af orku og krafti og var létt á einhvern undarlegan hátt, besti dagur sem ég hafði átt í nokkrar vikur.
“Tíminn hann leið, það birtir til.
Raunveruleikinn tók þá við.
Okkur var ljóst að framhaldið
yrði aldrei meir og stend ég ein.”
(10. Aldrei mun ég)
Næsta mánudag hitti ég hana svo aftur, þá kom næsta heimaverkefni það var að lesa bréfið á hverjum deigi þanngað til það mundi hætta að hafa áhrif á mig. Það slóg mig alveg, ég hefði skrifað bréfið og prentað það út en ekki geta lesið það aftur eða komið nálægt því það lág bara á hvolfi inni í lokuðu herbergi. En núna átti ég að fara að setjast niður og rifja upp þetta grófa ofbeldi sem ég varð fyrir.
Daginn eftir byrjaði ég á að lesa bréfið það var 9/10 vont að lesa það, ég svitnaði, skalf og átti erfitt með að anda. Hringdi í Óskar miður mín og var hálf vænglaus það sem eftir var dags.
Sálfræðingurinn minn sagði að oft væri líka gott að lesa bréfið upphátt og taka það upp. Þá þyrfti maður bara að hlusta á það. Annað skiptið sem kom að því að lesa bréfið prófaði ég það svo 3 daginn hlustaði ég á mig lesa bréfið mitt. Það var lítið skárra, lesturinn tók hátt í 13 mínotur og að heyra sig segja þessa hluti tók á.
Í 7 vikur hlustaði ég á mig lesa bréfið meðan fólks og ein heima, las það og las það ekki. Dreymdi skelfilegar martraðir annan hvern dag, þar sem Óskar vaknar við mig grátandi, öskrandi eða að slást við sængina mína. Síðan grét ég endalaust án þess að vita afhverju. Maðurinn minn mátti helst ekki koma við mig og fannst mér öll snerting frá fólki bara óþægileg. Ég var en var ekki þáttakandi í lífinu. Ég bara fór áfram en einhvernvegin vissi samt ekkert. Ég var óþægilega viðkvæm og gat brotað saman yfir minnsta áreiti. Lífslöngunin var alls ekki mikil og var þetta satt best að segja að buga mig.
Ég átti samtal við Óskar eitt kvöldið þegar mér langaði bara ekkert að fara að sofa því ég var svo hrædd um að dreyma martröð, ég var hrædd við lífið og var viss um að ég mundi aldrei lagast þar sem þetta væri búið að taka margar vikur og framfarir nánast engar. Mér langaði bara að vera ég sjálf aftur.
“Ég vil ekki vera svona
ekki sitja og bíða og vona.
því ég vil bara vera ég, vera ég sjálf.”
(3. Ég sjálf)
Ég sendi línu á sálfræðinginn minn hvað ég eigi að gera því þetta sé að ganga frá mér þá segir hún
“lestu endilega bréfið eins oft og þú getur og hafðu í huga á meðan þú lest að þetta er liðið og er ekki að gerast núna, þú lifðir það af þá og gerir einnig nú :)”
Þarna varð einhver hugljómunn ég tók þá ákvörðun að ég varð að fara og sjá Írafár á menninganótt, ég yrði að klára þetta mál.
Írafár á menninganótt, með barnið mitt í fanginu sýndi mér að ég hef svo margt að lifa fyrir. Það var ekkert mál að sjá þau þarna og mér var létt að ég gæti bara hlustað á Írafár án þess að lífið færi í köku.
Einn daginn las ég síðan bréfið og var bara alveg sama um það, það haggaði mér ekki og maðurinn minn mátti fara að koma við mig aftur og ég fylltist einhverjum krafti sem ég mun seint geta útskýrt.
Ég hitti síðan sálfræðinginn minn 17. september og var ég útskrifuð í þetta skiptið. Ef eitthvað kemur uppá aftur þá hef ég samband en annars er ég orðin nógu góð.
Stutt skýring frá þessu ofbeldi sem ég varð fyrir, ég var 14 ára hann var fyrsti kærastinn minn. Ég áttaði mig í raun ekki á hversu alhliða og gróft þetta ofbeldi sem ég varð fyrir var fyrr en núna. En þarna er klám að byrja að vera aðgengilegt og vil ég meina að það sem ég varð fyrir hefði verið hægt að stoppa með réttri fræðslu. Við sem unglingar vorum ekki frædd um hvernig sambönd ættu að vera og að klám sé ekkert annað en bíómynd. En auk þess þá braut hann mig miður, hélt fram hjá mér ásamt því að tala niður til mín. Hann var meistari í að tala mig til og tók það mig marga mánuði að slíta mig úr þessu. Dæmi hversu brotin ég var þá hélt hann fram hjá mér 2 vikum fyrir ferminguna mína en ég sleit þessu ekki því ég gat ekki hugsaði mér að þurfa að svara spurningum um hann í fermingunni minni svo ég hélt bara áfram að vera með honum.
Það sem mér finnst líka magnað að meðan ég var með honum mátti ég lítið sem ekkert hitta vini mína en þau biðu mín öll svo þegar þessu lauk þá tóku þau á móti mér með opnum örmum og fóru með mér í gegnum þennan rússíbana síðustu 4 mánuði, bara eins og þau gerðu fyrir 11 árum.
Maðurinn minn er síðan eitthvað allt annað, að fara með mér í gegnum svona útaf öðrum manni og ekki spurja spurninga heldur bara vera til staðar er ómeanlegt og ég hefði aldrei klárað þetta nema útaf því að hann og gaurarnir okkar 2 sýna mér alla daga hvað lífið er dásamlegt.
Svo ekki sé minnst á vinkonurnar sem fóru með mér á tónleikana og vildu laga allt og gerðu það bara með því að vera með mér. Stundum þarf ekki orð heldur umhyggju.
Já þetta er hálfgerð þakkarræða því fjölskyldan mín þurfti að fara í gegnum þetta áfall í rauninni aftur með mér og það gerðu þau og daginn sem ég kláraði var liggur við blásið til veislu gleðin var svo mikil.
Og svo allir vinir mínir sem voru ef til vill að heyra almennilega um þetta fyrst í áfallinu þau stóðu með mér eins og þau hefðu verið með mér frá upphafi.
Sálfræðingarnir mínir eru gullmolar, þau eru það dásamleg að ég sakna að hitta þau og væri til í að bjóða þeim í kaffi bara til að hitta þau reglulega.
Svona verkefni fer maður ekki einn í gegnum, ég var með heilann her í kringum mig sem hlustaði þegar ég þurfti að tala og minntu mig á að ég væri mikilvæg.
Ég veit að ég vann vinnuna sjálf en að hafa svona marga í kringum mig sem þykir svona vænt um mig gefur manni kraft til þess að klára þetta.
Mér leið alla þessar vikur eins og ég hefði kroppað af stærsta sári sem ég hef og á hverjum deigi væri ég að setja salt og sítrónu í það. En í dag er það gróið og orðið að fallegu öri.
Þessi strákur hefur fengið dóm, en ég kærði hann aldrei afhverju? ég einfaldlega treysti mér ekki til þess auk þess sem ég get einungis kært fyrir allt sem gerist eftir 15 ára aldur og ég get ekki munað hvað gerist hvenær í þessu öllu saman.
Ég vona innilega að hann muni einn daginn fá hjálp, mér þykir vænt um hann og mun alltaf gera. Ég hef fyrirgefið honum og sjálfri mér fyrir þetta allt saman. Ég er meira að segja þakklát fyrir þessa lífsreynslu, ég er með svo sterka réttlætiskennd eftir þetta og ég er mjög sátt við mig sem manneskju. Þetta er partur af sögunni minni en er ekki ég í dag.
Ef þú hefur orðið fyrir svona reynslu en finnst þú ekki vera orðin frjáls fáðu hjálp. Það er mikill léttir að klára svona mál, ég veit að áfallastreituröskun getur bankað hvenær sem er uppá en ég er ekki hrædd við hana lengur því ég lifði ofbeldið af og þessa 4 mánuði. Þú getur þetta líka!