Þegar gleðifréttir annara valda þér hugarangri
Þegar ég opnaði þetta blogg lofaði ég mér að sýna allar hliðar lífsins míns. En ég skal viðurkenna að síðustu vikur hef ég verið í mikilli klípu hvort ég væri tilbúin að hleypa fólki svona langt inn í persónulegt líf okkar Óskars.
Það sem veldur með hugarangri er að mæta fordómum og að þetta sé bara væl. En á hinn boginn get ég ekki ætlast til þess að fólk skilji mig nema að ég opni mig um stöðuna og hætti að fela mig eða skammast mín fyrir stöðuna okkar.
Mér langar að segja, ef þú ætlar ekki að lesa þessa færslu með umhyggju og kærleika hættu þá að lesa núna. Þetta er gífurlega persónulegt og tilfinningalegt umræðuefni.
En byrjum á byrjuninni þegar ég var 9 ára gömul þá byrja ég á blæðingum, ég hef farið á miklar blæðingar allt mitt líf, orðið fárveik og grátið af sársauka. En fyrir 12 árum grét ég af sársauka eina nóttina og var þá ekki á blæðingum. Mamma hringdi upp á sjúkrahús og var talið að mögulega væri ég með legslímuflakk en læknirinn sem við hittum skoðaði það ekki meira og setti mig 13 ára gömlu stelpuna á pilluna til að minnka þetta. Blæðingarnar minnkuðu en verkir sem tengdust blæðingum ekkert héldu áfram. Árin líða og ég bara reyni að lifa með þessu. Fyrir 2 árum greinist ég síðan með blæðingamígreni og þá hitti ég nýjan kvennsjúkdómalækni sem er frábær og tökum við þá ákvörðun að ég eigi ekki að fara á blæðingar það sé of mikið fyrir líkamann minn. Hún segir þarna strax að henni gruni að ég sé með legslímuflakk, en þar sem ég er með gigt og var að fara á ný lyf þá vildum við láta það hafa forgang áður en ég færi í kviðarholsspeglun og ég hef því verið að sterkum verkjalyfjum í þann tíma.
Ég eins og flestar ungar stelpur hefur mér alltaf dreymt um að verða ólétt, sett púða inn á magann og hugsað svo um "nýfædda" barnið. Síðastliðin 5 ár hef ég vitað að það sé smá ferli fyrir mig að verða ólétt, það þannig að ég verð að hætta á gigtalyfjunum mínum og vera hætt á þeim í 6 mánuði ásamt því að sjúkdómurinn þarf að vera í dvala til að meiga fara að reyna. Við Óskar höfum því vitað af þessum allt okkar samband, ég má líka alls ekki verða ólétt útaf lyfjunum og bara fóstureyðing sem mundi bíða okkar ef svoleiðis myndi gerast. Fyrir 3 árum og við ekki búin að vera lengi saman fengum við vonarglætu, ég hætti á lyfjunum því gigtin lá niðri en 3 mánuðum seinna var allt komið á fullt og ég sett aftur á lyfin. Ég man að heimurinn hrundi ég var brotin enda vonirnar komnar langt og ég búin að telja út hvenær þetta mögulega barn myndi mæta í fyrstalagi í þennan heim.
Núna er ég komin á ný lyf en er líka á þessum lyfjum, mér gengur vel og síðasta haust fengum við þær fréttir að ef gigtin væri ennþá niðri núna í febrúar myndi þetta ferli að trappa mig af lyfjunum byrja. Mánudaginn 6.febrúar átti ég tíma hjá gigtalækninum og kvennsjúkdómalækninum mínum og ég skal viðurkenna nóttina áður svaf ég ekki dúr því ég var svo spennt fyrir "komandi" barni. Ég byrja hjá gigtalækninum og hún gaf grænt ljós, full af lausnum og sagði að núna gæfi hún boltann á kvennsjúkdómalækninn og við ættum bara að hafa samband þegar það allt myndi skýrast.
Ég er búin að vera mjög veik í leginu síðustu mánuði og best skýrist að við fórum fyrr heim af þorrablóti þar sem ég gat ekki meira. Óskar þurfti að koma með heim því ég var hjálparlaus og sársaukinn var svo mikill að hann þurfti að þurrka tár og halda í hendina á mér yfir verstu verkina. Kvennsjúkdómalæknirinn minn lofaði engu afþví að ég var að fara í kviðarholsspeglunina 16.febrúar en sagði okkur hinsvegar eitt.
Hún lét okkur vita að hún vinnur mikið með IVF klínikinni þegar konur eins og ég vildu verða óléttar. Þar sem ég verði veikari að hætta á getnaðarvörn þá sé best að við fáum aðstoð strax, en svo lögðum við umræðuna á hilluna þar sem við biðum eftir að ég færi í aðgerðina.
Núna er ég búin í aðgerðinni, hjá mér þurfti að leysa vinstri eggjastokkinn og fannst legslím sem er núna í rannsókn til að fá staðfest að um sé að ræða legslímuflakk. Góðu fréttirnar eru þær hinsvegar að eggjastokkarnir eru heilir þrátt fyrir þetta. Staðreyndin er því sú að ég er að öllum líkindum að greinast með einn enn sjúkdóminn, ég ligg vissulega á bæn að þetta sé ekki staðreyndin en ég veit líka að óraunhæfar væntingar eru vondar þegar þær hrinja.
Burt séð frá því hvort ég sé með legslímuflakk eða ekki þá er ég veik í leginu, ég er á leið í sjúkraþjálfun því grindabotninn og grindinn þurfa aðstoð eftir verki í mörg ár. Einnig er það staðreind að við þurfum hjálp með að eignast annað barn.
ég var vel bólgin og þrútin eftir þetta allt saman.
Ég skammaðist mín fyrir það, en er að skrifa þetta til að sýna sjálfri mér að það er ekkert að skammast mín fyrir og þetta er ekki mál sem við eigum að glíma tvö við. Þetta er nefninlega algengara en mann grunar. En þrátt fyrir að það séu endalausar lausnir þá er þetta áfall, áfall að þetta er ekki rómantísk stund upp í hjónarúmi heldur í höndum lækna eða ættleiðingarstofnunar.
Við erum á þessum barneignaraldri og mjög mikið af fólki að eignast börn í kringum okkur. Við eigum einn frábæran strák og svo einn frábæran hund. Við erum því 4 manna og hunda fjölskylda. Mér langar núna að tala um tilfinningarnar mínar að standa á hliðarlínunni í kringum allar þessar óléttur. Ég vil segja að ég er ekki bitur og ég er ekki öfundsjúk en ég er vonsvikin.
1. Þegar við heyrum óléttu tilkynningar samgleðst ég fólki en í leiðinni kemur sú hugsun afhverju ekki við?
2. Þegar óléttar konur tala um allt þetta erfiða á meðgöngu, ég trúi vel að það sé ekki dans á rósum að vera ólétt en mér finnst sárt að heyra allt þetta neikvæða því ég finn verki á hverjum degi, tala ekki um þá og þeir eru ekki tímabundnir hjá mér heldur lífið mitt. En ég gæfi allt fyrir að vera ólétt.
3. Hvað óléttar konur séu þreyttar, ég trúi því mjög vel en ég veit heldur ekki hvenær ég svaf seinast almennilega því ég á líka erfitt með að koma mér fyrir og er með síþreytu. En ég tala ekki um það því þetta er jú lífið mitt. En myndi alveg vilja vera þreytt því ég er ólétt.
4. Þetta gerðist bara óvart við ætluðum svo sem ekki að koma með barn og erum enn að átta okkur á þessu. Viltu ekki bara stinga mig með ríting? Þetta eru upplýsingar sem eru algjör óþarfi að deila með fólki sem á ekki auðvelt með að eignast börn.
5. Að nudda mér upp úr því að þú sért ólétt og að þú eigir nýfætt barn. Mundu ég samgleðst þér en ég er líka rosalega tóm, ég verð að fá að koma á mínum hraða. Ekki þröngva upp á mig upplýsingum um óléttuna og nýja barnið leyfðu mér að upplifa allar tilfinningarnar og svo kem ég full af krafti og skal sýna þessum spennandi hlut áhuga. En á mínum hraða.
Þetta eru hlutir sem ég hef ekki þorað að segja því ég er hrædd um að fólk misskilji mig en ég er að verða 25 ára og er að taka þetta allt í sátt. Með fréttum síðustu daga ætla ég að leyfa mér að vera tóm og döpur. Ég ætla ekki að flýja þessar tilfinningar heldur leyfa þeim að vera til staðar. Ég er ekki ein því við erum tvö að ganga í gegnum þetta. Áfallið er ekkert minna fyrir Óskar heldur en mig. Síðasta hálfa árið hefur lífið snúist um barneignir, hugsa lausnir og spá í öllu sem gæti farið úrkseiðis. Núna starir sannleikurinn okkur í augu og við höfum ákveðið að hætta að hugsa um þetta í smá tíma, einbeita okkur að komandi brúðkaupi og síðast en ekki síðst strákunum okkar tvemur.
En með því að skrifa þetta vil ég biðja þig kæri lesandi að spurja okkur ekki út í barneignir, hvort okkur langi í annað eða hvað við ætlum að gera því ég lofa að þú færð að fylgjast með þegar við tökum þetta málefni upp aftur. En þanngað til langar okkur að fá frí frá þessum erfiðu hugsunum.
Núna ætlum við að njóta, njóta þess hvað lífið er dásamlegt þessa stundina og læra á þessar nýju aðstæður. Því það tók mig 2 ár að læra hvað er best fyrir gigtina mína svo núna ætla ég að sökkva mér í hvernig ég get haft það sem best með þennan nýja ferðafélaga.
Ég dreg reglulega bænaspjöld og finnst mér bænin sem kom í dag vel við hæfi.
"Drottinn. Þökk fyrir að hjálpa okkur samferðarfólkinu til að hlusta hvert á annað, hafa þolinmæði hvert með öðru, og skynja að við séum ólík en þó nánast eins."