Þegar Karen breyttist í mömmu

Fyrir rúmum 4 árum kynnist ég manni, manni sem segir mér frá því að hann eigi von á barni með annari konu. En var tvítug að verða tuttugu og eins, ég hafði aldrei hugsað mér að eignast stjúpbarn en eftir því sem ég kynntist pabbanum meira tók ég þá ákvörðun að elska þetta ófædda barn sem mitt eigin því DNA skiptir engu bara þessi ást.

Í upphafi vorum við og mamma hans ekki sammála um þetta allt, við fengum hjálp frá kerfinu til að finna sátt og það er alls ekkert til að skammast sín fyrir. Í dag á ég líka þessa góðu vinkonu sem er mamma barnsins míns, hún er yfirleitt ein af top friends á snapchat og ég hugsa að ég tali mest við hana á Facebook en nokkurn annan. Tölum við um barnið jú við gerum það en leyfum líka hvorri annari að vita hvað er að gerast í lífi okkar. Við erum jú báðar mömmur sama barnsins.

Mér finnst magnað að vera stjúpmamma, Markús fær mig til að læra á tilfinningar mínar og guð er hægt að elska barn svona mikið að ég fæ sting í hjartað og magann. Ég mæti ekki fordómum frá barnsmóðurinni, barninu eða pabbanum en frá samfélaginu er ég aðskotadýr.
Fólk leyfir sér að spurja hvort ég sé náin honum, mundiru spurja móðir sömu spurningu?
Svo er ég spurð hvort ég taki honum sem mínum, mundiru spurja móðir sömu spurningu?
Reglur sem ég set eru viðmið, það er frekar farið eftir þeim ef pabbinn setur þær, er það sanngjarnt?
Fólk getur ekki sagt að hann sé strákurinn okkar heldur bara Óskars, hvað er ég þá?
Fólk talar stöðugt um mömmu hans og pabba en ég er eins og gæludýrið okkar algjörlega auka.

Mig langar að segja, Markús er fyrsta barnið mitt það skiptir engu máli þótt að ég hafi ekki fætt hann, myndiru leyfa þér að koma svona fram við mömmu sem ætleiðir?
Hver er munurinn á mér og henni?

Ég hef aldrei hugsað um mig sem stjúpmömmu heldur bónus mömmu því ég geri jú allt það sama og venjuleg mamma.

Markús gaf mér fallegustu gjöf í heimi árið 2017, við höfum aldrei beðið hann um að kalla mig mömmu ALDREI en útskýrt að ég sé stjúpmamma hans. Því þegar hann var yngri að læra að pabbi sinn héti Óskar þá var hann að spá hver ég væri og þá sögðum við honum að ég væri stjúpmamma hans en þá heyrist í stutta sem var ekki gamall nei þú ert bara mamma.
En í janúar 2017 liggur hann upp í rúmi og stundum kallar hann mamma og ég svara bara. Í þetta skiptið spyr hann ert þú ekki líka mamma mín, við svörum já og segjum að ef hann vilji þá megi hann kalla mig mömmu.
Þá segir fallega ljósið mitt ég vil kalla þig mömmu því ég á tvær mömmur.

Þar með breyttist Karen í mömmu, við erum öll að læra þetta en þetta vill sonur minn og hann skiptir öllu í þessum aðstæðum. Ég ætla mér sko alls ekki að koma í staði fyrir mömmu hans, en hvað segir að tvær konur geti ekki elskað barn jafn heitt. Við gerum báðar það sama, elskum barnið óskilyrðislaust er ég samt minni mamma því ég fæddi hann ekki? Þó svo að ég sé bónusmamma þá er ég ekkert að fara úr lífi hans ég er að giftast pabba hans og ef eitthvað er þá hvetur þessi 4 ára drengur mann til að vinna í sambandinu svo hann hafi okkur bæði alltaf.

Ég keyri með kokkinn í hálsinum frá leikskólanum annan hvern mánudag. Ég sakna þessa gutta alla daga og við pabbi hans tölum stöðugt um hann. Markús er það besta sem hefur komið fyrir okkur alla foreldrana þrjá. Hann er algjör fjörkálfur, klár og skemmtilegur. Markús er besti vinur minn, við getum setið og spjallað tímunum saman, knúsast og verið grallar. Ég hlakka mikið til að sjá son minn stækka.

Elsku fallegi Markús minn til hamingju með 4 ára afmælið, þú kennir mér að hlusta aldrei á samfélagið heldur bara hjörtun okkar.

Takk fyrir að leyfa mér að elska þig, sýna mér heiminn með þínum augum og lífga upp á lífið okkar. Þú ert svo góður strákur með fallegt hjartalag og vilt alltaf vera góður við alla. Þú ert líka endalaust fyndinn og sniðugur. Stundum velti ég fyrir mér hvort þú sért ekki eldri því hugmyndirnar þínar eru svo magnaðar. Ég læri alltaf meira og meira á lífið bara með að fylgjast með þér elsku sonur. Það verður allt skemmtilegra með þér, hvort sem það er að vaska upp, fara í fjöruna eða bara spila jöfnuspil. 

Ég verð alltaf stolt af þér elsku barnið mitt

Kærleikskveðja
Karen mamma

Karen Ösp Friðriksdóttir