Aðgát skal höfð í nærveru minnar eigin sálar.
Árið 2016 var hryllilega átakanlegt andlega.
Mamma mín veiktist, við lokuðum veitingastaðnum okkar, amma mín dó, ég var metin til örorku og fleiri erfið dauðsföll í byrjun þessa árs auk þess að ég greindist með nýjann sjúkdóm í partý með öllum hinum.
Ég byrjaði að hitta sálfræðinginn minn aftur síðasta haust því ég gat ekki meira ég var áttavilt og uppgefin andlega. Það skiptir svo miklu máli að hugsa um andlegu heilsuna sína alveg eins og þá líkamlegu. Ef verkurinn hefði verið í hnéinu á mér þá hefði ég verið löngu farin til gigtalæknisins míns en afþví að hann var í sálinni þá var ég lengur að leita mér hjálpar.
Ég hef vanið mig á að hlusta á sjálfa mig þegar ég vakna og ef það er eitthvað að, skynja er verkurinn andlegur eða líkamlegur.
Ég var í endurhæfingu hjá Þraut og Virk árið 2015 og þar var mikið lagt upp með slökun og hugleiðslu. Ég skal viðurkenna að fyrstu skiptin að hugleiða langaði mig að gráta úr hlátri þetta var eitthvað svo steikt.
Eftir þetta átakanlega ár hef ég séð að það eru 2 hlutir sem ég verð að gera á hverjum degi það er að fara út að labba og hugleiða.
Ég þurfti aðeins að taka til í hausnum á mér með göngutúrana, því líkamleg heilsa stjórnar hversu langir göngutúrarnir eru það er ekkert lágmark. Mér fannst ég ekki fara í göngutúr nema það væri minnsta kosti hálftíma ganga en suma daga er ekki orka í þennan hálftíma göngutúr og þá er alveg nóg að labba í 5 mínotur. Það hjálpar gigtinni og sálinni.
Hugleiðslan er síðan þannig að ég hlusta á fólk sem leiðir mig í gengum hana, ég ligg yfirleitt upp í rúmi og misjafnt hversu oft ég geri þetta á dag.
Ég fór á námsskeið hjá Guðna Gunnarssyni sem heitir Máttur athyglinnar síðasta haust og þá byrjaði ásamt sálfræði tímum tiltekt í sjálfri mér eina ferðina enn. En þessi tiltekt hefur skilað sér miklu lengra andlega en allar hinar. Ég mæli með að fólk kynni sér það sem Guðni hefur að segja því hann er að segja okkur eitthvað sem við vitum en finnst of einfalt til að vera svarið við tilfinningum okkar.
Núna sit ég að lesa bók sem heitir Hugrækt og Hamingja og er eftir Önnu Valdimarsdóttur, þessi bók fjallar um að vera í núvitund og hugræna atferlis meðferð. Sálfræðingurinn minn mældi með bókinni fyrir löngu við mig og vá hún er mögnuð.
Mér fannst svo flott hún var að tala um að við tölum allt öðruvísi við aðra en okkur sjálf og þetta fékk mig til að hugsa þegar ég setti mér markmið fyrir Mars. Afhverju passa ég ekki hvað ég segi við sjálfa mig.
Ég lofaði mér því að gera nokkra hluti sem mér langar að deila með ykkur og vona að fleiri taki til sín.
Ég lofaði mér að:
Hugleiða 2-3 sinnum á dag 20-40 mínotur í senn
Labba á hverjum degi sama hver lengdin er
Hugsa jákvætt
Eiga gæðastund á hverjum degi með mér eða einhverjum sem mér þykir vænt um
Plana alltaf einn dag fram í tímann
Tala við sjálfa mig eins og ég geri við mínar bestu vinkonur
Hætta að bregðast við og grafa upp eitthvað úr fortíðinni heldur vera hér og nú á staðnum án þess að tengja allt við eitthvað sem hefur gerst áður
Þetta eru nokkrir hlutir sem ég hef verið að gera það sem liðið er af Mars og ég verð bara að segja að ég hef aldrei klárað jafn mikið af hlutum sem hafa beðið mín. Ég hef aldrei hleygið og fíflast eins mikið og ég verð að viðurkenna að ég er hamingjusöm. Ásamt því að þungu fargi af mér er létt.
Við verðum að muna að það er enginn að fara að gera okkur hamingjusöm nema við sjálf það sem heldur mér á andlegu róli er að hugleiða og ég verð endurnærð eftir á.