Að fara á örorku
Síðasta laugardagskvöld sat ég og horfði á kvöldfréttir, þar var verið að tala um aukningu á örorku á síðasta ári og að mesta aukningin hafi verið konur á aldrinum 20-39 ára. Það tók mig smá stund að átta mig á að þarna var verið að tala um mig. Ég var 24 ára í fyrra þegar ég var metin til örorku.
Síðan þessar niðurstöður komu í ljós hefur umræðan verið misjöfn og margir hafa látið mis falleg orð falla í garð fólks á örorku. Ég fór því að hugsa því mér sárnaði afhverju fólk segði svona og afhverju við ákveðum alltaf að allir séu að svindla á kerfinu. Ef ég myndi ráða þá væri ég á fullu að vinna eða í námi í blóma lífsisn, því það er fátt leiðilegra en að sitja og horfa á jafnaldra þína mennta sig og halda áfram þegar þú situr á þessum stað. En eins og ég hef sagt áður þá er þetta ekki mín endastöð og ætla ég að læra eitthvað gagnlegt og halda áram.
Ég hef því ákveðið að fordómar gagnvart fólki á örorku koma því við vitum ekkert hvað það er búið að ganga í gegnum, það er ekki jafn auðvelt að fara á örorku eins og að kaupa sér utanlands ferð. Ég ætla því að deila mínu ferðalagi.
Hafa skal í huga að fólk sem er á örorku er jafn misjafnt eins og það er margt. Því er alls alls ekki hægt að setja alla undir sama hatt.
Ég veikist fyrst fyrir 13 árum, ég fékk matareitrun sem leiddi til sjálfsofnæmis, gigtar blæðingamígrenis og svo að lokum endómetríósu. Og nei það er ekki hægt að tengja allt við matareitrunina en þarna byrjar mín veikinda saga.
Fyrir 7 árum byrjuðum við að fá skýringar á veikindunum mínum og boltinn fór að rúlla sjúkdómsgreiningar hvað eftir annað sem skýrðu afhverju ég var til dæmis ekki komin lengra í námi heldur en þetta. Afhverju ég var alltaf í kapphlaupi og hljóp reglulega á veggi afþví ég gat bara einfaldlega ekki meira. Á þessu veikindatímabili var ég líka fyrir andlegu og kynferðisslegu ofbeldi þannig andleg heilsa var heldur ekki upp á sitt besta.
Fyrir 6 árum byrjaði ég að hitta prest sem leiddist svo til að ég fór að hitta sálfræðing, ég á því alla mína andlegu heilsu að þakka tveimur mönnum þeim séra Hans Guðberg og Guðbrandi Ísberg. Þeir hafa kennt mér á verkfæri sem ég átti og hvernig ég ætti að nota þau til að halda áfram.
Í október eru komin 3 ár síðan ég hætti að vinna, úthaldið var ekkert ég vann og svaf til skiptis hringdi mig inn veika í hverri viku og var að berjast við eitthvað sem ég réði alls ekki við. Ég var heppin að vinna hjá foreldrum mínum sem vissu hvað væri í gangi og fékk ég því að laga vinnuna algjörlega eftir minni getu. En á endanum var getan svo lítil að betra væri fyrir þau að hafa einhvern sem gæti sinnt vinnunni af heilli heilsu og fyrir mig að vera ekki alltaf með samviskubit yfir að geta ekki staðið mig. Hefði ég unnið hjá einhverjum öðrum hefði verið búið að segja mér upp, ég hefði sagt mér upp þar sem það er erfitt að treysta á vinnuafl sem veit aldrei hvernig hver dagur er heislufarslega. Ég og læknirinn minn ákváðum því að núna væri komin tími á að ég færi á sjúkradagpeninga og byrjaði síðan í endurhæfingu til að læra á mín veikindi og hvað ég gæti gert.
Ég var í 3 mánuði á æfingum 2 í viku og hvíla mig þess á milli. Í janúar 2015 byrjaði ég síðan hjá Þraut endurhæfingu, ég er með vefjagigt ásamt íktsýki. Ég var í Þraut fyrstu mánuði ársins, þar sem ég fór eftir stundatöflu á hverjum degi í bland var fræðsla, slökun og uppbygging. Ég varð betri í sumu en verri í öðru eftir endurhæfinguna og því fór ég næst til Virk. Þar fékk ég frábærann íþróttafræðing sem hjálpaði mér alveg heilann helling. Ég lærði rosalega mikið á mína getu og hvað væri gott til að byggja mig upp. En í október hrundi líkaminn minn, ég fór á sterameðferð og útlitið var ekki bjart. Ég fór í starfsgetumat í lok endurhæfingar hjá Virk og þar kom í ljós að ég var með 25% starfsgetu í léttvægu starfi. Í kjölfarið fær læknirinn minn niðurstöðurnar og allir ræða saman að ég sé ekki nógu sterk líkamlega til að geta farið á vinnumarkaðinn. Því sóttu þau um örorkumat.
Í apríl 2016 fór ég og hitti lækni í örorkumat, þetta var skrítinn dagur það var erfitt að sjá hvað maður var á virkilega erfiðum stað. Læknirinn bað mig um að vera hreinskilna og sá í gegnum mig þegar ég var að harka af mér, sem betur fer. Nokkrum vikum seinna kom í ljós að ég var metinn 75% öryrki varanlega.
Áfallið var mikið ég skal viðurkenna, en mér var líka létt því ég kveið því að fara að vinna og halda áfram að hlaupa hlaup sem ég réð alls ekki við. Áfallið var aðalega það að flestir sögðu við mig að ég fengi örugglega tímabunda örorku því ég væri svo ung og þá myndi ég fara aftur í mat eftir 2 ár. Því var þetta blaut tuska að þau teldu mig ekki verða betri í bráð og því væri þetta mín staðreind.
Það sem ég gerði því áður en ég var metinn öryrki var:
Vinna eins og brjálæðingur í námi líka yfirleitt þanngað til líkaminn minn gat ekki meira
Fara á sjúkradagpeninga
Fara í endurhæfingu í 1 ár
Hitta lækni í starfsgetumati
Hitta lækni í örorkumati
Í heildina tók þetta allt næstum 2 ár... 2 ár þar sem ég þurfti að redda læknisvottorðum og vita lítið sem ekkert hvað tæki við, hvort ég yrði samþykkt og hvernig okkar fjármál yrðu. Það verður enginn ríkur á örorkubótum, ég er að fá lágmark borgað.. afhverju?
Ég á húsið sem við búum í... eða sko bankinn á það en ég borga lán því við áttum ekki svona margar milljónir á bankabók til að borga út.
Ég er skráð í sambúð, ég elska manninn minn það mikið að ég ætla ekki að svindla á kerfinu og ekki giftast honum svo launin mín hækki um nokkrar krónur. Auk þess að kannski þurfum við að ættleiða og þá þurfum við að gera gift
Það er ekkert barn á okkar framfræslu. Nei en ég þarf að safna fyrir því að eignast barn því við þrufum hjálp.. það telst ekki með
Ég er gríðarlega heppin, ég á mann í góðri vinnu og við erum skipulögð svo við náum endum saman. En það er engin glansmynd að vera á örorku, þú þarft að læra heilmikið upp á nýtt og það að vera ekki með fasta punkta eins og vinnu er átakanlegt.