Grænmetis og hakk pottréttur
Síðasta haust ákváðum við hjónin að breyta aðeins til og skellti Óskar sér í skóla með vinnunni sinni, skólinn er 2 kvöld í viku og líka nokkra laugardaga í mánuði. Við þessa breytingu þurftum við hjónin aðeins að finna nýjan takt í kvöldmatnum, en eina vikuna duttum við á þá snilld að græja þennan pottrétt og eiga í ísskálpnum. Hann er fljótlegur að búa til, hægt að taka til í skápunum í hann og hægt að matreiða á mismunandi vegu.
Það má sleppa öllu kjöti og nota bara grænmeti eða auka kjötið og sleppa grænmeti allt eins og hverjum og einum hentar auk þess að hægt er að nota það sem þú finnur heima ekkert er heilagt.
Það sem ég notaði:
590 gr Nautahakk
125 gr Gott beikon
ca 1kg grænmeti
(300 gr Gulrætur
50 gr Papríka
75 g Sveppir
229 gr Aspas
300 gr Hvítkál
50 gr laukur)
1 hvítlaukur
3 msk kraftur (grænmetis eða nauta)
1/2 l Vatn
5 dl Salsa
2 dl Möndlumjólk (eða sú mjólk eða rjómi sem þér finnst best)
Herbamare eftir smekk (eða salt)
Sósujafnari eftir þörfum
Byrjar á að skera allt grænmetið niður í munnbita stærð
Steikir hakkið og beikonið á pönnu þar til það verður brúnt, stráir kraftinum yfir
Skellir grænmetinu með á pönnuna
Blandar söxuðum hvítlauk saman við ásamt vatninu leyfir að malla í nokkrar mín
Bætir við salsasósunni og herbamare
Lætur malla í 15-25 mín
Setur mjólkina útá og þykkir eins og þarf
Ég nota oft heila krukku af þessari salsasósu í réttinn,
bæði er hægt að nota hana beint úr krukkunni eða setja í blandara fyrst
Þessi réttur varð að 8 máltíðum.
En auðvitað er hægt að borða hann strax með kartöflumús, hrísgrjónum, paulúns eða pasta.
Nokkrar aðrar leiðir til að borða pottréttinn.
Pottrétturinn inn í tortíavefju með osti.
Sett inn í ofn á 200 gráður í 5-10 mín
Borið fram með sýrðum rjóma og grænmeti
Ofnbakaður með osti og pizzakryddi
Sett inn í ofn á 200 gráður í 10-15 mín
Þanngað til osturinn er orðin gullbrúnn
Hægt að bera fram með hrísgrjónum eða supermix Paulúns
Pottréttur og núðlur
80 gr núðlur
200 gr pottréttur
10 gr smjör
1 tsk sweet chilli
2 msk soy sósa
Síður núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakkanum
Meðan þær sjóða steikir þú pottréttinn með smjöri
Þegar núðlurnar eru soðnar, sigtaru þær og blandar þeim saman við réttinn á pönnunni ásamt sósunum tveim.