Hrökkbrauðs Föstudagspizza
Fullkominn föstudagur hjá okkur fjölskyldunni er að fara í sund eftir skóla og vinnu, koma síðan heim í pizzu og hafa það kósý saman í sófanum fram eftir kvöldi. Ég skal alveg viðurkenna það að óþarflega oft verður þessi pizza að Dominos pizzu en þegar krafturinn er til staðar þá hendum við mjög oft í hrökkbrauðspizzu og þá jafnvel áður en við förum í sund svo það þurfi bara að setja hana í ofninn þegar við komum heim.