Hrökkbrauðs Föstudagspizza

Fullkominn föstudagur hjá okkur fjölskyldunni er að fara í sund eftir skóla og vinnu, koma síðan heim í pizzu og hafa það kósý saman í sófanum fram eftir kvöldi. Ég skal alveg viðurkenna það að óþarflega oft verður þessi pizza að Dominos pizzu en þegar krafturinn er til staðar þá hendum við mjög oft í hrökkbrauðspizzu og þá jafnvel áður en við förum í sund svo það þurfi bara að setja hana í ofninn þegar við komum heim.

Uppskriftin er alls ekki flókin það sem þú þarft er:
Leksands surdeg hrökkbrauðshring
Rjómaost
Ost
Álegg sem þér finnst gott
Pizzasósu
Pizzakrydd

Hérna kemur mín útfærsla af pizzunni

abloggg.jpg
ablogg3.jpg
ablogg7.jpg

Ég byrja á að smyrja botninn með rjómaosti
eftir það kom pizzasósan

11.jpg

Ég valdi að hafa bara grænmeti á minni í þetta skiptið

ablogg.jpg
66.jpg
55.jpg

Eftir að hafa hrúgað nóg af grænmeti á botninn toppaði ég það með rifnum osti.
Stráði síðan einu af mínum uppáhalds kryddum yfir “Pizzakrydd frá Kryddhúsinu”
Setti pizzuna inn í ofn á 180° -200°gráður í 10-15 mínotur

554.jpg

Mér finnst síðan gott að setja smá ólífuolíu, kál og avacado ofan á pizzuna þegar hún er tilbúin


Fljótleg og hollari Föstudagspizza
Vonandi njótið þið!

Kærleikskveðja
Karen Ösp

Karen Ösp Friðriksdóttir